Krefjandi, ögrandi og öðruvísi leikverk

Að lokinn vel heppnaðri leiksýningu í Bæjarleikhúsinu.

Að lokinn vel heppnaðri leiksýningu í Bæjarleikhúsinu.

Leikfélag Mosfellssveitar frumsýndi á dögunum leikritið Mæður Íslands við góðar undirtektir. Verkið sem er krefjandi og tilfinningaríkt er unnið út frá „devised“ aðferð. Allur leikhópurinn undir handleiðslu leikstjórans skapar og skrifar leikverkið saman en þó innan ákveðins ramma.
Mæður Íslands fjallar um veruleika íslenskra kvenna á einlægan og ögrandi hátt. Verkið er unnið úr frá sönnum sögum og áhrifum þeirra á lífið. Listrænir stjórnendur eru þær Agnes Wild, leikstjóri, Sigrún Harðardóttir, höfundur tónlistar og Eva Björg Harðardóttir, leikmynda- og búningahönnuður.
Uppselt hefur verið á flestar sýningar hingað til en sýnt er á sunnudögum í Bæjarleikhúsinu. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 566-7788. Mæður Íslands er krefjandi, ögrandi og öðruvísi leikverk sem snertir hjartað.
Mosfellsbær heiðraði Leikfélag Mosfellssveitar á dögunum og útnefndi það sem bæjarlistamann Mosfellsbæjar.