Mosfellingar áfram áberandi í Eurovision

gretagummi

Mosfellingarnir Greta Salóme og Gummi Snorri taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Mosfellingar hafa verið áberandi í Euro­vision undanfarin ár, bæði í undankeppnunum og sem fulltrúar okkar Íslendinga í keppninni sjálfri, og það er engin undantekning þar á í ár.
Tólf lög taka þátt í undankeppninni og fer hún fram laugardaginn 6. febrúar og sú seinni viku síðar, úrslitakeppnin fer svo fram í Laugardalshöll 20. febrúar.
Guðmundur Snorri Sigurðarson flytur lagið Spring yfir heiminn ásamt Þórdísi Birnu Borgarsdóttur. Júlí Heiðar Halldórsson samdi lagið en þeir Guðmundur sömdu textann saman.
Greta Salóme Stefánsdóttir á tvö lög í undankeppninni í ár og samdi einnig textana við lögin. Greta Salóme flytur sjálf lagið Raddirnar en Elísabet Ormslev sem vakti mikla athygli í The Voice flytur lagið Á ný.

Euro-stemningin í Mosfellsbæ
Mosfellingurinn María Ólafsdóttir sigraði Söngvakeppni Sjónvarpsins eftirminnilega í fyrra með laginu Unbroken og keppti fyrir Íslands hönd í Vín í Austurríki.
Greta Salóme hefur áður tekið þátt og fór með sigur af hólmi með Jóni Jósepi Snæbjörnssyni árið 2012. Þau fluttu lagið Mundu eftir mér.
Þá hafa fleiri Mosfellingar getið sér gott orð í keppninni að undanförnu og má þar nefna Stefaníu Svavars, Jógvan Hansen, Írisi Hólm og Hreindísi Ylvu.

Hér hægt að hlusta á lagið sem Greta Salóme flytur 6. febrúar:

Hér hægt að hlusta á lagið sem Gummi Snorri flytur ásamt Þórdísi Birnu 13. febrúar: