Miðflokkurinn stofnaður í Mosfellsbæ
Fimmtudaginn 15. febrúar var haldinn formlegur stofnfundur Miðflokksins í Mosfellsbæ. Fundurinn var haldinn á Hótel Laxnesi.
Fjöldi manns sótti fundinn og var fimm manna stjórn kosin og þrír varamenn. Formaður stjórnar er Friðrik Ólafsson verkfræðingur. Stjórnin er kosin til bráðbirgða eða fram að fyrsta formlega aðalfundi.
Fundurinn ákvað að stefnt skuli að því að bjóða fram til bæjarstjórnar í Mosfellsbæ og við val á lista verði uppstilling notuð. Auglýst verður eftir áhugasömum aðilum (sjá auglýsingu í Mosfellingi). Áhugasamir aðilar geta einnig haft samband við formann félagins fridrik@meter.is fyrir 26. febrúar.
Í tilkynningu frá flokknum segir að Miðflokkurinn vilji virkja rödd fólks í Suðvesturkjördæmi og býður því fram til sveitarstjórnarkosninga sem fram fara laugardaginn 26. maí. Stefnt er að því að bjóða fram í Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi.