Ljósleiðaranum fagnað í Kjósinni

Eiríkur Sæmundsson Rafal með synina Kristófer og Sæmund, Hörður Úlfarsson Gröfutækni ehf, Jón Örn Ingileifsson – Jón Ingileifsson ehf, Bubbi Morthens, Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Ljós í Kjós, Jón Gunnarsson þingmaður, Karl Magnús Kristjánsson sveitarstjóri og stjórnarformaður Leiðarljóss ehf, Rebekka Kristjánsdóttir stjórn Leiðarljóss ehf, Regína Hansen Guðbjörnsdóttir stjórn Leiðarljóss og Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri Leiðarljóss.

Eiríkur Sæmundsson Rafal með synina Kristófer og Sæmund, Hörður Úlfarsson Gröfutækni ehf, Jón Örn Ingileifsson – Jón Ingileifsson ehf, Bubbi Morthens, Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Ljós í Kjós, Jón Gunnarsson þingmaður, Karl Magnús Kristjánsson sveitarstjóri og stjórnarformaður Leiðarljóss ehf, Rebekka Kristjánsdóttir stjórn Leiðarljóss ehf, Regína Hansen Guðbjörnsdóttir stjórn Leiðarljóss og Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri Leiðarljóss. Mynd/Jón Bjarnason

Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumarhúsaeigendur, fögnuðu í blíðviðrinu á uppstigningardag að vera komnir með ljósleiðara í sveitina. Við það tæki­færi kynntu fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in Hringdu, Sím­inn og Voda­fo­ne íbú­um til­boð í þjón­ustu.
Mikill kraftur er í Kjósinni en einungis eru þrjú ár síðan tekin var fyrsta skóflu­stungan að stöðvarhúsi nýrrar hitaveitu. Samhliða lagningu hitaveitunnar voru sett ídráttarrör fyrir ljósleiðara og nú er búið að blása ljósleiðaraþræði í rörin. Fyrsta áfanga af þremur er nú lokið.