Ljósleiðaranum fagnað í Kjósinni
Eiríkur Sæmundsson Rafal með synina Kristófer og Sæmund, Hörður Úlfarsson Gröfutækni ehf, Jón Örn Ingileifsson – Jón Ingileifsson ehf, Bubbi Morthens, Guðmundur Daníelsson verkefnastjóri Ljós í Kjós, Jón Gunnarsson þingmaður, Karl Magnús Kristjánsson sveitarstjóri og stjórnarformaður Leiðarljóss ehf, Rebekka Kristjánsdóttir stjórn Leiðarljóss ehf, Regína Hansen Guðbjörnsdóttir stjórn Leiðarljóss og Sigríður Klara Árnadóttir framkvæmdastjóri Leiðarljóss. Mynd/Jón Bjarnason
Kjósverjar, jafnt íbúar sem sumarhúsaeigendur, fögnuðu í blíðviðrinu á uppstigningardag að vera komnir með ljósleiðara í sveitina. Við það tækifæri kynntu fjarskiptafyrirtækin Hringdu, Síminn og Vodafone íbúum tilboð í þjónustu.
Mikill kraftur er í Kjósinni en einungis eru þrjú ár síðan tekin var fyrsta skóflustungan að stöðvarhúsi nýrrar hitaveitu. Samhliða lagningu hitaveitunnar voru sett ídráttarrör fyrir ljósleiðara og nú er búið að blása ljósleiðaraþræði í rörin. Fyrsta áfanga af þremur er nú lokið.