Kristín Ýr býður sig fram í 5.-9. sæti

kristinyr

Kristín Ýr Pálmarsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5.–9. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi sveitarstjórnakosningum. Kristín Ýr er hársnyrtimeistari og hefur lokið diplómaprófi frá Endurmenntun Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptanámi.
Kristín hefur fylgst með bæjarmálum í Mosfellsbæ og einnig tekið þátt í málefnum tengdum börnunum okkar, atvinnumálum og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kristín vill leggja sitt af mörkum til að efla og styrkja það góða starf sem hefur verið unnið í Mosfellsbæ. Kristín hefur búið í bænum í 18 ár. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, rekur litla hársnyrtistofu og rekur einnig verktakafyrirtækið Afltak ehf. með manni sínum Jónasi Bjarna Árnasyni húsasmíða- og rafvirkjameistara. Saman eiga þau tvö börn, þau Andra Frey 19 ára og Sunnevu Ósk 15 ára.