Kosningaloforðin

Rakel Baldursdóttir

Flokkar í framboði keppast við að koma sínum metnaðarfullu stefnum á framfæri, stefnum sem taka mið af menntamálum, skipulagsmálum, velferðarmálum, loftslagsmálum og svo lengi má telja og eru þegar upp er staðið alls ekki ólíkar.
Allar þessar tilkynningar um fögur loforð eru margar hverjar löngu tímabærar og flestar íbúum öllum til hagsbóta. En dugar þetta til?
Stefnur flokkana eru ekki svo ólíkar síðustu kjörtímabilum, þá einna helst stefnur um loftslagsmál sem hveða við nýjan tón enda erum við öll í kapphlaupi við tímann að bæta þar úr.
Það er ekki nóg að setja sér metnaðarfull markmið, það þurfa að vera mælanleg langtímamarkmið til að ná árangri í stefnumálum, það þurfa allir að fá að koma að borðinu og með raunverulegum hætti, markmið þurfa að vera sýnileg, tímasett og eftirfylgni þarf að vera til staðar. Reglulega þarf að taka stöðu mála og með upplýstum hætti. Óháðir ólíkir fagaðilar með sérþekkingu þurfa að koma að málum og styðjast þarf við niðurstöður rannsókna.
Allt þetta þarf að vera sýnilegt til að tryggja heiðarleika og með rafrænni, gagnsærri stjórnsýslu, auknu og opnu samtali við íbúa, faglegum vinnubrögðum undir stjórn óháðs stjórnanda náum við betri árangri.
Höfum ekki sömu stefnur á næsta kjörtímabili.
Náum árangri núna.

Rakel Baldursdóttir, skipar 10. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar