Kosið um íþróttafólk ársins
Búið er að tilnefna átta konur og ellefu karla til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023.
Eins og áður gefst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd
Mosfellsbæjar, að kjósa íþróttafólk ársins rafrænt á www.mos.is.
Í nýjasta tölublaði Mosfellings má finna kynningu á íþróttafólkinu sem tilnefnt er og afrekum þess á árinu.
Netkosning stendur yfir frá 30. nóvember til og með 11. desember. Velja skal í 1., 2. og 3. sæti í kvenna- og karlaflokki. Kosningin er ekki gild nema valið sé í öll þrjú sætin.
Tilkynnt verður um valið við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 11. janúar.
Núverandi íþróttafólk Mosfellsbæjar eru þau Thelma Dögg Grétarsdóttir blakkona úr Aftureldingu og Anton Ari Einarsson knattspyrnumaður hjá Breiðabliki.