Kolbrún býður sig fram í 1. sæti
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014 og var áður fyrsti varabæjarfulltrúi 2010–2014. Auk þess hefur Kolbrún setið í stjórn skíðasvæðanna og situr nú fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu byggðasamlags. Kolbrún var formaður fjölskyldunefndar frá 2010–2016. Kolbrún er kennari og lýðheilsufræðingur að mennt og stundar nú nám í stjórnun menntastofnana við Háskóla Íslands.
„Ég hef búið í Mosfellsbæ með hléum í 45 ár og á þrjá syni. Mitt hjarta slær í Mosó og brenn ég fyrir þeim verkefnum sem ég tek að mér.
Ég hef mikla löngun til að vinna með góðu og jákvæðu fólki að málefnum Mosfellinga,“ segir Kolbrún.