Kæru Mosfellingar
Eftir niðrandi framkomu bæjarráðsmanna einn ganginn til, þungar og staðlausar ásakanir þeirra í minn garð, neitun um að fá að bóka í fjórgang, sem er lögbrot og fundarsköp sem væru ósæmandi grunnskólanemum og í algerri andstöðu við samþykktir bæjarfélagsins, sé ég mér ekki fært að starfa áfram fyrir ykkar hönd.
Þær persónulegu fórnir sem ég hef þurft að þola eru einfaldlega of miklar og ég gefst upp.
Mér þykir fyrir því að skilja ykkur eftir með stjórnmálamenn sem hugsa fyrst um sig, þá um flokk sinn og að lokum um stjórnmálastéttina án þess að gagnrýnisrödd fái að heyrast.
Jón Jósef Bjarnason
varabæjarfulltrúi