Í túninu heima 2019 – DAGSKRÁ

tunid2019

Bæjarhátíðin, Í túninu heima, verður haldin helgina 30. ágúst-1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og þar ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin hefur fyrst og fremst verið byggð upp á framtaki íbúa bæjarins og þátttöku þeirra.
Um helgina verður boðið upp á þekkta dagskrárliði eins og Ullarpartí og markaðsstemningu í Álafosskvos, flugvéla- og fornvélasýningu á Tungubökkum, kjúklingafestival, stórtónleika á Miðbæjartorgi, götugrill og Pallaball. Frítt verður í Strætó allan laugardaginn fyrir Mosfellinga og gesti þannig að það er tilvalið að skilja bílinn eftir heima.

Smelltu hér til að skoða dagskrá bæjarhátíðarinnar (pdf)

 

ÞRIÐJUDAGUR 27. ÁGÚST

17:00-20:00 PERLAÐ MEÐ KRAFTI
Kraftur kemur í Hlégarð og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum. Kraftur er stuðnings­félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið að láta gott af sér leiða.

MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST

17:00 LISTAPÚKINN Á BLIK
ListapúkinnÞórir Gunnarsson, opnar sýningu á Blik Bistro (golfskálanum). Listapúkinn er orðinn landsþekktur fyrir líflegar og skemmtilegar myndir sem hann málar af mannlífinu.

18:00 PRJÓNASKREYTINGAR Í MIÐBÆNUM
Kvenfélag Mosfellsbæjar skreytir aspirnar við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar. Íbúar geta tekið þátt og komið með það sem þeir eru með á prjónunum.

20:00-22:00 UNGLINGADANSLEIKUR Í HLÉGARÐI
Upphitun fyrir bæjarhátíðina. Unglingaball fyrir 8.-10. bekkinga. Dj Jooohan og Birnir mæta. Kostar litlar 500 krónur inn.

20:00 GÓSS Í LÁGAFELLSKIRKJU
Hljómsveitin GÓSS kemur fram og syngur hugljúf lög af nýútkominni plötu sinni. Hljómsveitin Góss er tríó, skipað þeim Sigríði Thorlacius, Sigurði Guðmundssyni og Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Frítt inn meðan húsrúm leyfir.

FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST

ÍBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERFISLITUM
GULUR – Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
RAUÐUR – Tangar, Holt og Miðbær
BLEIKUR – Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
BLÁR – Reykja- og Helgafellshverfi

18:00-21:00 KRYDDBRAUÐSKEPPNI STEINDA JR.
Á pizzastaðnum Blackbox í Háholtinu verður DJ frá kl. 18-21 og fram fer kryddbrauðskeppni Steinda Jr. Hátíðartilboð í boði fyrir gesti og gangandi.

18:00-22:00 SUNDLAUGARKVÖLD Í LÁGAFELLSLAUG
Fjölskyldan skemmtir sér saman. Sundlaugarkvöld fyrir 10 ára og yngri kl. 18-20 og fyrir 11 og eldri kl. 20-22. Leikhópurinn Lotta kíkir í heimsókn með söngvasyrpu kl. 18:15 og 19:30. Blöðrulistamenn sýna listir sínar og gera skemmtileg blöðrudýr. Dj. Baldur verður á svæðinu. Zumba í lauginni kl. 20:15. Frítt inn fyrir alla.

19:00 SKÁLDAGANGA UPP MEÐ VARMÁ
Safnast verður saman við Hlégarð, gengið upp með Varmá, að Stekkjarflöt og í Álafosskvos. Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar leiðir gönguna. Kvennakórinn Stöllurnar tekur lagið og fer með bókmenntatexta á leiðinni.

19:00 FELLAHRINGURINN – FJALLAHJÓLAKEPPNI
Hjólakeppni um stíga Mosfellsbæjar. Keppnin hefst við íþróttahúsið að Varmá. Tvær vegalengdir í boði, 15 km og 29 km. Sjá nánar á netskraning.is/fellahringurinn

20:00 BÍLAKLÚBBURINN KRÚSER VIÐ KJARNA
Bílaklúbburinn Krúser safnast saman á bílaplaninu við Kjarna. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna á svæðinu ef veður leyfir og eru heimamenn sérstaklega hvattir til að mæta.

21:00 BUBBI MORTHENS Í HLÉGARÐI
Bubbi Morthens verður með tónleika í Hlégarði. Bubbi gaf nýlega út plötuna Regnbogans stræti sem er hans þrítugasta og þriðja breiðskífa. Miðasala á www.midi.is.

FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST

8:00-20:00 ÆFINGASVÆÐI GOLFKLÚBBSINS
Frítt fyrir alla á nýtt æfingasvæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll. Tveir fyrir einn af vallargjaldi á Hlíðavelli og í Bakkakoti.

10:00 og 11:00 BÓKASAFN MOSFELLSBÆJAR
Leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn og flytur Söngvasyrpu og skemmtir 5 ára börnum í bænum. Sýningarnar verða tvær. Öll börn fædd 2015 eru hjartanlega velkomin. Dagskrá í samstarfi við leikskólana.

13:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, nag­grísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 800 kr.­

14:00–20:00 ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR
Ásta Júlía Hreinsdóttir sýnir olíumálverk í gróðurhúsinu að Suðurá í Mosfellsdal.

Kl. 17:00-20:00 SKELJATANGI  26 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Opið hús hjá Hrönn Huld Baldursdóttur spænskukennara sem býður í spænskt ævintýri. Tilvalið fyrir alla þá sem hafa gaman af því að tala spænsku og kynnast nýju fólki. Léttar veitingar í boði.

18:00 HVÍTI RIDDARINN – BJÖRNINN
Knattspyrnulið Hvíta Riddarans leikur fyrsta leik í úrslitakeppni 4. deildar að Varmá.

18:00-21:00 VELTIBÍLLINN Á MIÐBÆJARTORGINU
Veltibíllinn kemur í heimsókn á torgið þar sem Mosfellingum gefst kostur á því að finna hversu mikilvægt er að nota bílbelti.

19:30-23:00 KAFFIHÚS MOSVERJA
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitar vöfflur og kakó eða kaffi.

19:30-22:30 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi.

20:00-22:00 TRÚBADOR Á BLACKBOX
Trúbadorinn Magnús Hafdal verður með gítarinn á Blackbox. Hátíðartilboð í boði fyrir gesti og gangandi.

20:30 ÍBÚAR SAFNAST SAMAN Á MIÐBÆJARTORGI
GULIR, RAUÐIR, BLEIKIR og BLÁIR. Allir hvattir til að mæta í lopapeysu.

20:45 SKRÚÐGÖNGUR LEGGJA AF STAÐ
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar.

21:00-22:30 ULLARPARTÍ Í ÁLAFOSSKVOS
Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri setur hátíðina. Söngvaborg tekur nokkur lög. Hilmar og Gústi stýra brekkusöng. Björgunarsveitin Kyndill kveikir í blysum. Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Kyndli.

22:00 BAGGALÚTUR Í HLÉGARÐI
Hljómsveitin Baggalútur heldur tónleika í Hlégarði.
Húsið opnar kl. 21:00 og miðasala fer fram á www.midi.is.

LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST

• Frítt í Strætó í boði Mosfellsbæjar • Frítt í Varmárlaug  • Frítt á Gljúfrastein

8:00-20:00 ÆFINGASVÆÐI GOLFKLÚBBSINS
Frítt fyrir alla á nýtt æfingasvæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll. Tveir fyrir einn af vallargjöldum á Hlíðavelli og í Bakkakoti.

8:00–17:00 MOSFELLSBAKARÍ
Bakaríið í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ferskt brauð og frábæra stemningu. Bakkelsi í hverfalitunum og vöfflur til hátíðarbrigða.

9:00–17:00 FRÍTT Á GLJÚFRASTEIN
Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu upp á gátt og verður frítt inn í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið. Í nágrenni safnsins eru skemmtilegar gönguleiðir, meðal annars upp að Helgufossi.

9:00-17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

9:00-16:00 TINDAHLAUP MOSFELLSBÆJAR
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst kl. 9:00 og kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Nánari upplýsingar á www.mos.is/tindahlaup og www.hlaup.is.

Kl. 10:00-14:00 REYKJAVEGUR 59 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Hjónin Svandís og Einar verða með opið hús þar sem til sýnis verða handunnar prjónavörur. Einnig tölur og fleira unnið úr kinda- og hreindýrahornum. Heitt verður á könnunni.

10:00-16:00 MOSSKÓGAR Í MOSFELLSDAL
Útimarkaður: Sultukeppni, grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði o.fl. Kammerkór Mosfellsbæjar tekur nokkur lög kl. 13:30. Úrslit í sultukeppni kl. 15:00. Skila þarf inn sultum fyrir hádegi.

Kl. 10:00-10:45 AKURHOLT 12 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Hildur Ágústsdóttir býður í yoga nidra hugleiðslu í garðinum. Hafið meðferðis dýnu, teppi og kodda. Yoga Nidra er kallað yoga svefn, eða ástand milli svefns og vöku. Þar nær hugurinn og taugakerfið að hvílast og endurnærast.

11:00 AKURHOLT 16 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Síðmorgunstónleikar á heimili Önnu Hilmarsdóttur og Egils Stefánssonar. Fram koma Daniel Pye úr hljómsveitinni Neuromantics og dúettinn Dísa og Viktor sem samanstendur af Dísu Andersen og Viktori Inga Guðmundssyni.

12:00-15:00 ENGJAVEGUR 6 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Myndlistarsýning á verkum Hannesar Scheving. Hann hefur stundað málara­list síðastliðin 30 ár. Verk til sölu og sýnis. Allir velkomnir.

12.00–18.00 ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR
Ásta Júlía Hreinsdóttir sýnir olíumálverk í gróðurhúsinu að Suðurá í Mosfellsdal.

12:00-14:00 KYNNING Á VETRARSTARFI UMFA
Deildir Aftureldingar koma saman í íþróttahúsinu að Varmá í sal 3. Hægt verður að prófa hinar ýmsu íþróttir sem boðið verður upp á í vetur, fá aðstoð við skráningu og upplýsingar um æfingatíma og frístundaávísun.

12:00-17:00 WINGS AND WHEELS – TUNGUBAKKAFLUGVÖLLUR FORNVÉLASÝNING
Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka.

12:00 HÓPAKSTUR UM MOSFELLSBÆ
Ferguson-félagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt er af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrður hringur um Mosfellsbæ.

12:00-18:00 KAFFIHÚS MOSVERJA
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitar vöfflur og kakó eða kaffi. Blaðrarinn kíkir í heimsókn kl. 15 og skemmtir börnum.

13:00 AMSTURDAM 6 VIÐ REYKJALUND – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Kvennakórinn Stöllurnar og María Guðmundsdóttir bjóða til árlegrar garðveislu. Söngur, gleði og gaman.

13:00-17:00 KLIFURVEGGUR Í ÁLAFOSSKVOS
Skátafélagið Mosverjar býður öllum að sigra klifurvegginn sem staðsettur verður við Skálann í Álafosskvos.

13:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 800 kr.

12:00-16:00 ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði.
12:00 Blaðrarinn mætir með sín vinsælu blöðrudýr
12:30 Skósveinar (Minions) á röltinu um svæðið
13:00 Krakkar úr Krikaskóla syngja
13:30 Karlakórinn Stefnir
14:00 Hljómsveitin Þristarnir úr Listaskólanum
14:30 Kammerkór Mosfellsbæjar
15:00 Heimatilbúið söngatriði

13:00-15:00 KYNNING Á ÆVINTÝRAGARÐINUM
Kynning á skipulagi Ævintýragarðsins. Fulltrúar bæjarins og hönnuðir verða við Íþróttamiðstöðina að Varmá til að svara spurningum og taka á móti hugmyndum bæjarbúa um framtíð Ævintýragarðsins.

13:00–14:00 LISTAMANNASPJALL
í Listasal Mosfellsbæjar Gerður Guðmundsdóttir segir frá sýningunni sinni Skynjun – Má snerta. Þetta er litrík sýning af lopaverkum þar sem sýningargestir eru hvattir til að upplifa verkin með snertingu.

13:00–16:00 SKIPTIFATAMARKAÐUR RKÍ
Rauði krossinn verður með pop-up barnafatamarkað í Rauða kross húsinu, Þverholti 7. Komdu með heillegar flíkur og skiptu út fyrir aðrar eða gerðu reyfarakaup.

13:00-15:00 EIRHAMRAR – FÉLAGSSTARF ALDRAÐA
Mosfellingar, FaMos-félagar og aðrir gestir velkomnir í heimsókn í þjónustumiðstöðina á Eirhömrum. Fjölbreytt vetrardagskrá kynnt. Kaffi á könnunni og Vorboðarnir taka lagið um kl. 13:00.

13:00-13:30 SIRKÚS ÍSLANDS VIÐ HLÉGARÐ
Sirkús Íslands sýnir listir sínar á túninu við Hlégarð. Fjörug fjölskyldusýning fyrir allan aldur. Aðgangur frír.

13:00 – 15:00 VÖFFLUKAFFI Í FMOS
Nemendafélag Framhaldsskólans Mosfellsbæ verður með vöfflukaffi í skólanum og rennur ágóði til góðgerðarmála.

14:00 – 18:00 REYKJAVEGUR 84 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Opið hús á leirvinnustofu Helgu Jóhannesdóttur, Reykjavegi 84. Keramik og olíumálverk. Kaffi á könnunni og snafs.

14:00 NJARÐARHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Hljómsveitin Piparkorn leikur. Boðið verður upp á létta jass og blues tónlist, bæði þekkt efni og frumsamið. Á píanó er Magnús Þór Sveinsson, trommari er Þorsteinn Jónsson, á gítar og bassa er Gunnar Hinrik Hafsteinsson og söngkona er Þóra Björg Ingimundardóttir.

14:00 FURUBYGGÐ 28 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Kvennakórinn Heklurnar syngur lög í Furubyggðinni. Kórkonurnar koma víða að en stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir.

14:00 AKURHOLT 21 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Blásið verður til garðtónleika hjá Öldu og Sigga Hansa í Akurholti. Stormsveitin kemur fram og eru allir velkomnir.

14:00-16:00 ARKARHOLT 4 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Frænkurnar Unnur, Hanna og Unnur taka á móti gestum í garðinum. Bara Hanna skartgripahönnuður verður með skartgripi til sýnis og sölu. Bílskúrssala og bakkelsi. Svavar Knútur leikur kl. 15

14:00-24:00 TÍVOLÍ VIÐ MIÐBÆJARTORG

14:00-16:00 KJÚKLINGAFESTIVAL
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, axarkast, kraftaáskorun, harmonikkuleikur, uppistand og fleira.

14:00-17:00 STEKKJARFLÖT
Frítt fyrir káta krakka í hoppukastala og ærslabelg.

15:00 HAMARSTEIGUR 9 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Söngskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sönghópurinn Tóna­fljóð syngur Disney-lög á íslensku úr teiknimyndum sem allir ættu að þekkja, m.a. úr Frozen, Toy Story, Lion King og Aladdin. Dúettinn Bergmál kemur einnig fram.

15:00 ÁLMHOLT 10 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Söngvarar Íslensku óperunnar sem taka þátt í sýningunni Brúðkaup Fígarós mæta og syngja skemmtilega óperutónlist. Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur á píanó. Thorvaldsensbasar með kaffisölu til styrktar veikum börnum.

15:00 SÚLUHÖFÐI 1 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Tvíburabræðurnir Ævar og Örvar Aðalsteinssynir halda Kaffibrúsatónleika. Á efnisskránni eru íslensk og erlend lög sem allir kannast við. Með bræðrunum leika Sigurbergur Kárason á saxófón og Drífa Örvarsdóttir á fiðlu.

15:00-16:00 STEKKJARFLÖT – HESTAFJÖR
Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.

14:00 VARMÁRVÖLLUR – AFTURELDING – NJARÐVÍK
Knattspyrnulið Aftureldingar tekur á móti Njarðvík í 19. umferð Inkasso-deildar karla. Frítt inn í boði KFC. Páll Óskar verður heiðursgestur og Steindi Jr. vallarþulur.

Kl. 16:00 TÚNFÓTUR – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Blúshljómsveit Þorkels Jóelssonar og félagar halda tónleika á garðpallinum í Túnfæti í Mosfellsdal. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund.

16:30 KARMELLUKAST Á FLUGVELLINUM TUNGUBÖKKUM

Kl. 17:00-19:00 BOLLATANGI 2 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Garðtónleikar Sprite Zero Klan verða haldnir hátíðlegir með öllu tilheyrandi.  Gestaatriði, blöðrur og svakalegt show. Sigrún Ermarsundsfari mun setja upp svuntuna og baka ofan í gesti og gangandi eins og venjan er.

17:00-21:00 GÖTUGRILL Í MOSFELLSBÆ
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins. Tríóið Kókos fer á milli staða og heimsækir heppna íbúa.

21:00-00:00 TRÚBADOR Á BLACKBOX
Trúbadorinn Siggi Þorbergs verður með gítarinn á Blackbox í Háholtinu. Hátíðartilboð í boði fyrir gesti og gangandi.

21:00-23:00 STÓRTÓNLEIKAR Á MIÐBÆJARTORGI
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður öllum upp á tónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Stuðlabandið, Katrín Halldóra (Elly), Björgvin Halldórsson, GDRN, Páll Óskar, Huginn og Svala Björgvins. Kynnir verður Greta Salóme. Rauðakrosshópurinn sinnir gæslu ásamt Björgunarsveitinni Kyndli.

23:00 FLUGELDASÝNING KYNDILS

23:30-04:00 STÓRDANSLEIKUR MEÐ PÁLI ÓSKARI
Hinn eini sanni Páll Óskar mætir í íþróttahúsið að Varmá. Miðverð á Pallaball aðeins 2.500 kr. í forsölu og 3.500 kr. við inngang. Forsala á www.afturelding.is.

SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER

8:00–17:00 MOSFELLSBAKARÍ
Bakaríið í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ferskt brauð og frábæra stemningu. Bakkelsi í hverfalitunum og vöfflur til hátíðarbrigða.

8:00-20:00 ÆFINGASVÆÐI GOLFKLÚBBSINS
Frítt fyrir alla á nýtt æfingasvæði Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Hlíðavöll. Tveir fyrir einn af vallargjöldum á Hlíðavelli og í Bakkakoti.

9:00-17:00 ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ Á TUNGUBÖKKUM
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.

10.00-13.00 GANGA Á REYKJABORG
Létt fjallganga um stikaðar leiðir Mosfellsbæjar. Gengið verður upp með Varmá og stefnan tekin á Reykjaborg, þar sem er hringsjá og frábært útsýni. Lagt verður af stað frá Suður-Reykjum kl. 10:00. Fararstjórar verða Ævar Aðalsteinsson, verkefnastjóri stikaðra gönguleiða og Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar.

Kl. 10:00-14:00 REYKJAVEGUR 59 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Hjónin Svandís og Einar verða með opið hús þar sem til sýnis verða handunnar prónavörur. Einnig tölur og fleira unnið úr kinda- og hreindýrahornum. Heitt verður á könnunni.

11:00 KVÍSLARTUNGA 7 – MOSFELLINGAR BJÓÐA HEIM
Stofutónleikar í Kvíslartungu þar sem Mosfellsbæjarkvartettinn kemur fram. Söngkvartettinn eru þannig skipaður: Ásdís Arnalds, sópran, Lilli Dietz, alt, Þórarinn Jónsson, tenór og Reynir Bergmann Pálsson, bassi.

11:00 GUÐSÞJÓNUSTA Í LÁGAFELLSKIRKJU
Guðsþjónusta með léttu ívafi Í túninu heima. Sr. Ragnheiður Jóndóttir. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safnaðarsöng. Þorvaldur Örn Davíðsson organisti.

11:00-15:00 HINDRUNARBRAUT VIÐ HLÉGARÐ
Frítt í 50 m uppblásna hindrunarbraut og Disney-hoppukastala á túninu við Hlégarð.

12:00–18:00 ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR
Ásta Júlía Hreinsdóttir sýnir olíumálverk í gróður­húsinu að Suðurá í Mosfellsdal.

13:00-17:00 HÚSDÝRAGARÐURINN Á HRAÐASTÖÐUM Í MOSFELLSDAL
Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, nag­grísir og mörg önnur húsdýr. Aðgangur 800 kr.

14:00 HLÉGARÐUR – HÁTÍÐARDAGSKRÁ
• Stórsveit Íslands leikur ásamt Hjördísi Geirs og Önnu Margréti Káradóttur.
• Umhverfis­nefnd veitir umhverfis­-viðurkenningar Mosfellsbæjar 2019.
• Mosfellsbær heiðrar starfsmenn sem eiga 25 ára starfsafmæli.
• Útnefning bæjarlistarmanns Mosfellsbæjar 2019.
• Heitt á könnunni og allir velkomnir.

14:00-15:30 AFMÆLISHÁTÍÐ FIMLEIKADEILDAR
Fimleikadeild Aftureldingar býður alla velkomna í 20 ára afmæli í fimleikasalnum að Varmá. Opið hús.

14:00-16:00 OPIÐ HÚS Á SLÖKKVISTÖÐINNI
Slökkvistöðin við Skarhólabraut verður til sýnis fyrir hátíðargesti. Gestum býðst að skoða bíla, tæki og búnað slökkviliðsins í bílasal. Allir velkomnir.

16:00-22:00 AFMÆLISOPNUN Í UNGMENNAHÚSI MOSANS
Í tilefni af 2 ára afmæli Mosans verður starfið keyrt í gang með opnu húsi í Bólinu. Boðið verður upp á vöfflur, tónlist og geggjaða stemningu. Vonandi sjáum við sem flesta.