Hreppaskjöldurinn á Morastaði

hrutasyningkjos

3) Efstir í flokki veturgamalla hrúta.

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli á mánudaginn.
Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sauðfjár­ræktarfélagið Kjós stendur fyrir sýningunni sem jafnframt er vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta.
Lárus og Torfi sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og dóma á gimbrum og hrútum.

Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt í þremur flokkum.
1) Mislitir/kollóttir lambrútar
Fyrsta sæti hlaut hrútur frá Kiðafelli í eigu Bergþóru Andrésardóttur. Í öðru sæti lenti hrútur frá Andrési á Hrísbrú og í þriðja sæti hrútur frá Kiðafelli sem Maggi heldur í.
2) Í flokki lambrúta voru það allt hrútar frá Kiðafelli sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.
3) Í flokki veturgamalla hrúta var keppt um hinn eftirsótta hreppaskjöld. Hrúturinn Partur var þar hlutskarpastur en hann er í eigu Orra og Maríu á Morastöðum. Annað sætið hlaut hrútur frá Kiðafelli sem Nonni heldur í. Í þriðja sæti er svo hrútur í eigu Harðar Bender á Hraðastöðum.

1) Mislitir/kollóttir  2) Lambhrútar

1) Mislitir/kollóttir 2) Lambhrútar