Hreppaskjöldurinn á Morastaði
Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli á mánudaginn.
Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sauðfjárræktarfélagið Kjós stendur fyrir sýningunni sem jafnframt er vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta.
Lárus og Torfi sauðfjárdómarar frá RML sáu um mælingar og dóma á gimbrum og hrútum.
Verðlaun voru veitt fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt í þremur flokkum.
1) Mislitir/kollóttir lambrútar
Fyrsta sæti hlaut hrútur frá Kiðafelli í eigu Bergþóru Andrésardóttur. Í öðru sæti lenti hrútur frá Andrési á Hrísbrú og í þriðja sæti hrútur frá Kiðafelli sem Maggi heldur í.
2) Í flokki lambrúta voru það allt hrútar frá Kiðafelli sem röðuðu sér í efstu þrjú sætin.
3) Í flokki veturgamalla hrúta var keppt um hinn eftirsótta hreppaskjöld. Hrúturinn Partur var þar hlutskarpastur en hann er í eigu Orra og Maríu á Morastöðum. Annað sætið hlaut hrútur frá Kiðafelli sem Nonni heldur í. Í þriðja sæti er svo hrútur í eigu Harðar Bender á Hraðastöðum.