Gera sam­komulag um upp­færð­an sam­göngusátt­mála

Styttri ferða­tími, minni taf­ir, auk­ið um­ferðarör­yggi, áhersla á að draga úr kol­efn­is­spori, stór­bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, fjölg­un hjóla- og göngu­stíga og upp­bygg­ing stofn­vega eru kjarn­inn í upp­færð­um sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem und­ir­rit­að­ur var á dögunum.
Sátt­mál­inn fel­ur í sér sam­eig­in­lega sýn fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem lögð verð­ur höf­uð­áhersla á skil­virka og hag­kvæma upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða. Mark­mið­ið er að sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verði í fremstu röð þann­ig að svæð­ið og Ís­land allt sé sam­keppn­is­hæft um bæði fólk og fyr­ir­tæki.

Sameiginlegt félag stofnað um skipulag og rekstur
Rík­ið og sex sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Garða­bær, Hafn­ar­fjörð­ur, Kópa­vog­ur, Mos­fells­bær, Reykja­vík og Seltjarn­ar­nes, hafa gert sam­komulag um upp­færð­an sátt­mála sem fel­ur í sér upp­bygg­ingu á sam­göngu­inn­við­um og al­menn­ings­sam­göng­um á svæð­inu til árs­ins 2040.
Á sama tíma var und­ir­ritað sam­komulag um sam­vinnu um rekst­ur og stjórn­skipu­lag al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mark­mið­ið er að efla al­menn­ings­sam­göng­ur, m.a. með aukn­um stuðn­ingi rík­is­ins, en sam­eig­in­legt fé­lag verð­ur stofn­að um skipu­lag og rekst­ur.

Borgarlínu flýtt í Keldnaland og þaðan í Háholt
„Þessi uppfærði samningur er mikið gleðiefni, ekki síst að ríkið komi að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu en það var sterk krafa okkar sveitarfélaganna,“ segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar og formaður samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
„Það er mjög ánægjulegt að Borgarlínu verði flýtt í Keldnaland og þaðan í Háholtið í Mosfellsbæ en það helgast meðal annars af mikilvægi þess að fara af stað í uppbyggingu á Keldnalandi þar sem sala lóða þar skapar tekjur fyrir verkefnið. Sundabraut mun einnig skipta miklu máli fyrir umferðina á Vesturlandsvegi en fjármögnun hennar er utan við sjálfan sáttmálann.“

Heildarfjárfesting til ársins 2040 er áætluð 311 ma. kr.
All­ar lyk­ilfram­kvæmd­ir eru þær sömu og áður í sam­göngusátt­mál­an­um en breyt­ing­ar eru gerð­ar á ein­stök­um verk­efn­um.
Heild­ar­fjárfest­ing á fyrsta tíma­bili í upp­færð­um sam­göngusátt­mála, til árs­ins 2029, er að jafn­aði rúm­lega 14 ma. kr. á ári. Það sam­svar­ar þriðj­ungi af ár­leg­um sam­göngu­fjár­fest­ing­um á fjár­lög­um. Á tíma­bil­inu 2030-2040 er heild­ar­fjárfest­ing að jafn­aði 19 ma. kr. á ári. Heild­ar­fjárfest­ing til árs­ins 2040 er áætluð 311 ma. kr.
Verk­efni sam­göngusátt­mál­ans skipt­ast í fjóra meg­in­flokka sem eru: Stofn­veg­ir, Borg­ar­lína og strætó­leið­ir, göngu- og hjóla­stíg­ar og verk­efni tengd um­ferð­ar­stýr­ingu, flæði og ör­yggi.
Skipt­ing fjár­mögn­un­ar milli rík­is og sveit­ar­fé­lag verð­ur hin sama og áður, þ.e. sveit­ar­fé­lög með 12,5% og rík­ið 87,5%.