Hélt 70 ára afmælismót í minningu barnabarns
Þann 10. júlí síðastliðin hélt Hrefna Birgitta Bjarnadóttir upp á 70 ára afmælið sitt með því að halda styrktargolfmót á Hlíðavelli.
Mótið var til styrktar Umhyggju en félagið vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Styrkurinn var til minningar um barnabarn hennar sem hefði orðið 10 ára í sumar.
„Mér fannst tilvalið að halda svona upp á afmælisdaginn minn, en þegar ég varð 60 ára þá var lítið barnabarn nýfætt, hann var því miður mikið lasinn og dó einu og hálfu ári seinna. Umhyggja hefur hjálpaði fjölskyldunni mikið í gegnum allt þetta ferli. Drengurinn hefði orðið 10 ára 4. júlí og fannst mér þá tilvalið að halda upp á sjötugsafmælið með þessum hætti,“ segir Hrefna Birgitta.
„Golfklúbburinn gaf eftir öll vallargjöld og því rann allur peningurinn sem kom inn fyrir mótið ásamt afmælisgjöfum beint til Umhyggju, alls um hálf milljón.
Mig langar að þakka Golfklúbbnum, Blik og öðrum styrktaraðilum sem komu að þessu með einum og öðrum hætti fyrir stuðninginn.“