Fyrsti Mosfellingur ársins
Fyrsti Mosfellingur ársins 2019 fæddist þann 3. janúar kl. 06.02. Það var drengur sem mældist 50 cm og 3.860 gr. Foreldrar hans eru þau Katrín Dögg Óðinsdóttir og Helgi Jarl Björnsson sem eru nýflutt í Víðiteig. Drengurinn er þeirra fyrsta barn. „Fæðingin tók ansi langan tíma, en frá fyrsta verk þar til hann fæddist liðu 27 klukkutímar. En hann er alveg svakalega flottur og allt gengur mjög vel, hann er vær og góður og þyngist vel,“ segja hinir nýbökuðu foreldrar sem eru spenntir að ala upp drenginn í Mosfellsbæ. Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn.