Flottustu hrútarnir í sveitinni

mosfellingur_hrutar

Sameiginleg hrútasýning fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós var haldin að Kiðafelli í Kjós 12 . október. Ljóri frá Meðalfelli var valinn besti hrúturinn og tryggði hreppaskjöldinn á Meðalfell í Kjós.
Þar gafst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Sýningin er jafnframt vettvangur til að verða sér út um gripi til kynbóta. Þá fór fram verðlaunaafhending fyrir flottustu hrúta sýningarinnar og urðu úrslit eftirfarandi:

Lambhrútar hvítir:
1. sæti Hrútur nr. 428 frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn.
2. sæti Hrútur nr. 381 frá Grímsstöðum.
Eigendur Ásta og Hreiðar.
3. sæti Hrútur nr. 244 frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn.
Lambhrútar kollóttir og mislitir:
1. sæti Hrútur nr. 19 frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn.
2. sæti Svarti haninn frá Hraðastöðum. Eigandi Baddi.
3. sæti Golli frá Kiðafelli. Eigandi Björgvin.
Veturgamlir hrútar
1. sæti Ljóri frá Meðalfelli (keyptur frá Snartar­stöðum). Eigandi Sigurþór og Sibba.
2. sæti Djúpur frá Kiðafelli. Eigandi Sigurbjörn.
3. sæti Borginmóði frá Reykjum (keyptur frá Miðdal). Eigandi Ingibjörg Ásta.