Fjölbreytni og leikur
Íþróttablanda 1. og 2. bekkjar í íþróttamiðstöðinni Lágafelli
Íþróttablanda Aftureldingar er nýtt námskeið sem verður í boði á haustönn 2022.
Þetta námskeið er fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Íþróttabland er samvinnuverkefni blak-, frjálsíþrótta- og sunddeildar Aftureldingar.
Það er mikið um að vera hjá nemendum 1. og 2. bekkjar – við viljum aðstoða! Við hjá Aftureldingu tökum opnum örmum á móti þessum börnum, sem gjarnan eru á staðnum því mamma og pabbi senda þau. Eða af því að vinirnir eru þarna.
Allt eru þetta góðar og gildar ástæður fyrir viðveru barna í íþróttastarfi. Og vissulega er félagslegi þátturinn gríðarlega mikilvægur í okkar starfi.
En börn á þessum aldrei eru alls ekki alltaf tilbúin að velja í hvaða íþrótt þau vilja vera 2-3 sinnum í viku næstu ár. Með íþróttablöndunni viljum við skapa umhverfi þar sem iðkendur fara á milli deilda vikulega, en þó er bara ein skráning og eitt skráningargjald, og leyfa þeim að kynnast okkur og íþróttunum.
Almennt styðja allar íþróttir við bakið á annarri íþrótt, sérstaklega á þessu aldursbili barna. Á námskeiði íþróttablöndunar verður lögð áhersla á hreyfifærni og samhæfingu sem er grunnur að velgengni í flest öllum íþróttum.
Börnin fá þá að kynnast starfi þriggja deilda á einni önn. Von og markmið er svo að iðkendur finni sinn farveg í íþróttastarfinu og eigi auðveldara með að velja sér íþróttgrein þegar þau verða eldri.
Markmið íþróttablöndunar
– Minnka líkur á leiða og þar með brottfalli úr íþróttum.
– Auka hreyfifærni og samhæfingu
– Auka gleði í íþróttum
– Allir finna sér eitthvað við hæfi
Íþróttablandan fer fram að Lágafelli frá 15.00-16.00. Skráning fer fram í gegnum Sportabler.
Aðeins er eitt gjald fyrir þrjár íþróttir og ein skráning.
Iðkendur skipta um íþróttagrein á viku fresti fram að jólum – æfingatafla verður sýnileg í Sportabler og því ætti ekki að fara á milli mála hvað er á dagskránni.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum klukkan 15:00 til 16:00. Hægt er að taka frístundarútu frá Varmá.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Aftureldingar.
Fyrir hönd þjálfara og stjórna blak-, frjálsíþrótta- og sunddeildar
Hilmar Smári
Yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar