Danssporið hefur opnað í Kjarna

Danssporið studio opnaði nýverið í Kjarnanum Þverholti en það er Mosfellingurinn Marín Mist sem á og rekur Danssporið.
„Ég opnaði í Sóltúni í Reykjavík síðasta haust en er að flytja í Mosó um þessar mundir. Það er kynningarnámskeið í gangi núna hér í Mosó sem endar með nemendasýningu í lok apríl. Svo byrjar sumarnámskeið 8. maí.
Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við studioinu og finn að þörfin fyrir slíku var svo sannarlega til staðar í bæjarfélaginu,” segir Marín Mist sem einungis er 22 ára gömul. Hún rekur einnig vefverslun með dansfatnað og fylgihluti sem tilheyra dansinum.

Viljum að öllum líði vel
Danssporið studio býður upp á fjölbreytta danstíma ásamt því að vera með keppnishóp. „Markmið Danssporsins er að búa til gott umhverfi fyrir dansara á öllum getustigum og leyfa þeim að vaxa og dafna.
Við kennum blöndu af Lyrical, Jazz og Contemporary en stefnum á að bjóða upp líka upp á Acro. Við erum með aldursskipta hópa hjá okkur og mikið er lagt upp á vináttu, stuðning og að skapa öruggan stað fyrir dansara.”

Ánægð með viðtökurnar
Ég er rosalega ánægð með viðbrögðin frá Mosfellingum og hlakka til að auka við fjölbreytnina, í haust ætlum við að byrja að vinna með svokallað “Triple threat”. Þá vinnum við með dans, söng og leiklist og undirbýr nemendur okkar fyrir að geta farið inn í leikhúsin. Þetta er mjög vinsæl nálgun um þessar mundir,” segir Marín Mist að lokum og er spennt fyrir komandi tímum.
Allar upplýsingar um Danssporið má finna á heimasíðunni www.danssporid.is og á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram.