Að vanda verður líf og fjör í Mosfellsbæ þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram helgina 24.-27. ágúst. Hátíðin heppnaðist gríðarlega vel í fyrra eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs.
Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki taka virkan þátt í hátíðinni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Þekktir liðir verða á sínum stað, svo sem flugvéla- og fornvélasýning á Tungubökkum, kjúklingafestival, Pallaball, brekkusöngur, tónleikar, opið hús á slökkvistöðinni, markaðir og heimboð svo eitthvað sé nefnt.
Smelltu hér til að skoða dagskrá bæjarhátíðarinnar (pdf)
Þriðjudagur 22. ágúst
13:00-16:00 Hannyrðir í Hlégarði
Opið hús fyrir alla sem hafa áhuga á að taka þátt í handavinnu og njóta samveru. Unnið að veflistaverki sem prýða mun Hlégarð og eru allir hvattir til að setja sitt spor í verkið.
17:00-20:00 Perlað með Krafti
Kraftur kemur í Hlégarð og perlar armbönd með Aftureldingu og Mosfellingum. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
18:00 Prjónaskreytingar
Kvenfélag Mosfellsbæjar skreytir aspirnar við Háholt í miðbæ Mosfellsbæjar með handverki. Íbúar geta tekið þátt og komið með það sem þeir eru með á prjónunum.
Miðvikudagur 23. ágúst
15:00 Kynning fyrir eldri borgara
Kynningarfundur í Hlégarði um þá þjónustu sem stendur til boða í sveitarfélaginu. Þjónustuaðilar með kynningarbása og heitt á könnunni.
18:45-20:15 Ball fyrir 7. bekkinga
Í túninu heima ball í Hlégarði.DJ Swagla spilar. 1.000 kr. inn.
20:30-22:30 Unglingball í Hlégarði fyrir 8.-10. bekk
Í túninu heima hátíðarball á vegum félagsmiðstöðvarinnar Bólsins. DJ Ragga Hólm, Aron Can og leynigestur. 2.000 kr inn.
20:00 Tónveisla í kirkjunni
Rock Paper Sisters býður til tónveislu í Lágafellskirkju. Hammondleikari hljómsveitarinnar er enginn annar en fráfarandi organisti kirkjunnar, Þórður Sigurðarson. Aðrir meðlimir eru þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason og Jón Björn Ríkarðsson. Ókeypis aðgangur.
Fimmtudagur 24. ágúst
ÍBÚAR SKREYTA HÚS OG GÖTUR Í HVERFISLITUM
GULUR Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
RAUÐUR Tangar, Holt og Miðbær
BLEIKUR Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
BLÁR Reykja- og Helgafellshverfi
10:00-14:00 Kaffisæti
Kaffisæti pop-up kaffihús opið í Lágafellslaug. Ekta ítalskt kaffi á boðstólum.
16:00-16:45 Sumarfjör 60+
Sumarfjör á frjálsíþróttavellinum að Varmá fyrir 60+ með Höllu Karen og Bertu.
17:00-18:00 Útifjör með hressum konum á Varmárvelli
Útifjör fyrir konur á öllum aldri á frjálsíþróttavellinum að Varmá. Geggjuð æfing með Höllu Karen og Bertu.
17:00 Uppskeruhátíð sumarlesturs á bókasafninu
Bókasafnið kveður sumarlesturinn með stæl og fagnar góðu gengi duglegra lestrarhesta. Einar Aron töframaður mætir í heimsókn með töfrasýningu.
17:00 Listamannaspjall í Listasalnum
Henrik Chadwick Hlynsson verður með listamannaspjall um sýningu sína Fjallaloft í Listasal Mosfellsbæjar.
17:30-19:00 Opið hús hjá Borðtennisfélagi Mosfellsbæjar
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar verður með opið hús í Lágafellsskóla. Fyrstu 20 í 1.-10. bekk sem mæta fá gefins spaða. Öll velkomin.
17:00-22:00 Sundlaugarkvöld
Húllumhæ og frítt inn í Lágafellslaug á fimmtudagskvöldið. Blaðrarinn gleður börnin kl. 18-20. DJ Baldur heldur uppi stuðinu. Leikhópurinn Lotta verður með atriði kl. 18:15 og 19:15. Aqua Zumba kl. 18:45 og 19:45. Splunkuný Wipeout-braut tekin í notkun, opin fyrir yngri krakka kl. 17-20 og fyrir þá eldri kl. 20-22. Ís í boði.
19:00 Fellahringurinn – samhjól
Hjóladeild Aftureldingar stendur fyrir samhjóli þar sem hjólaður verður bæði litli Fellahringurinn sem er 15 km og stóri Fellahringurinn 30 km. Samhjólið hefst að Varmá og endar á smá veitingum í boði hjóladeildarinnar að Varmá. Útivera, samvera og gleði. Nánar á facebook.
19:00 Söguganga
Safnast verður saman í Álafosskvos, gengið niður með Varmá með Bjarka Bjarnasyni. Þema göngunnar verður íþróttalíf í og kringum Varmá, m.a. verður sagt frá dýfingum á Álafossi, tarsanleik í Brúarlandi og fyrsta Varmárvellinum sem var stundum lokaður vegna aurbleytu. Göngunni lýkur við Harðarból. Að venju tekur söngflokkurinn Stöllurnar lagið á vel völdum stöðum.
20:00 Bílaklúbburinn Krúser
Bílaklúbburinn Krúser safnast saman á bílaplaninu við Kjarna. Tilvalið að kíkja á flottar drossíur og klassíska bíla frá liðinni tíð. Fjöldi glæsivagna á svæðinu ef veður leyfir og eru heimamenn hvattir til að mæta.
20:00 Við eigum samleið – Hlégarði
Tónleikar með lögunum sem allir elska. Jógvan Hansen, Guðrún Gunnars og Sigga Beinteins flytja sígildar dægurperlur ásamt einvalaliði hljóðfæraleikara. Miðar á Tix.is
21:00 Hátíðarbingó í Bankanum
Bingó fullorðna fólksins í Bankanum með stórglæsilegum vinningum að vanda. Bingóstjóri: Hilmar Mosfellingur. Hægt að tryggja sér spjöld á Bankinnbistro.is/boka.
Föstudagur 25. ágúst
07:30 Mosfellsbakarí
Bakaríið í hátíðarskapi alla helgina og býður gestum og gangandi upp á ferskt brauð og frábæra stemningu. Bakkelsi í hverfalitunum og vöfflur til hátíðarbrigða.
10:00-14:00 Kaffisæti
Kaffisæti pop-up kaffihús opið í Lágafellslaug. Ekta ítalskt kaffi á boðstólum.
10:00-18:00 Útvarp Mosfellsbær
Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen. FM 106,5 og í Spilaranum. Útsending alla helgina.
10:00 og 11:00 Söngvasyrpa með Leikhópnum Lottu
Elsta árgangi leikskólanna í Mosfellsbæ er boðið á leiksýningu í bókasafninu. Leikhópurinn Lotta flytur söngvasyrpu sem er stútfull af sprelli, fjöri og söng. Dagskrá í samstarfi við leikskólana.
11:00-17:00 Húsdýragarðurinn
Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Aðgangur: 1.100 kr. www.hradastadir.is
15:00-21:00 Kjúllagarðurinn við Hlégarð
Matur, drykkir og afþreying fyrir alla. Matarvagnar frá Götubitanum, hoppukastalar, vatnabolti og teygjuhopp frá Köstulum, Veltibíllinn og Handboltaborgarinn frá UMFA. Bjór, léttvín og kokteilar. Tilvalið stopp fyrir skrúðgöngu og brekkusöng.
16:00-18:00 Opið í Þjónustustöð
Opið hús og kynning á starfsemi Þjónustustöðvar Mosfellsbæjar að Völuteig 15. Margt að skoða. Boðið upp á grillaðar pylsur, kaffi og kleinur.
17:00-20:00 Opið hús listamanna í Álafosskvos
Ólöf Björg Björnsdóttir myndlistarmaður og Þórir Gunnarsson Listapúki fagna listinni í Kvosinni með vinnustofusýningu að Álafossvegi 23, 3. hæð. Leiðsögn kl. 18. Velkomin og njótið lista, gleði og samveru.
17:00-19:00 Myndlistarsýning að Bæjarási 2
Myndlistarsýning í garðinum heima, Bæjarási 2. „Héðan og þaðan” blönduð verk frá myndlistarkonunni Hólmfríði Ólafsdóttur.
18:00 Námskeið í Lectio Divina – Biblíuleg íhugun
Námskeið í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, helgina 25.-27. ágúst á vegum Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi. Skráning og upplýsingar á: lagafellskirkja.is
18:30-20:00 Lifandi tónar á Gloríu
Lifandi ljúf tónlist og stemning á kaffihúsinu Gloríu áður en skrúðgangan leggur af stað. High Tea og happyhour alla helgina.
19:00-23:00 Kaffihús Mosverja
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitar vöfflur og kakó/kaffi ásamt góðgæti.
19:00-23:00 Súpuveisla Friðriks V í Álafosskvos
Matreiðslumeistarinn Friðrik V galdrar fram kraftmikla kjötsúpu. Allur ágóði fer til endurbóta á skátaheimili Mosverja
19:30-23:00 Opin vinnustofa í Álafosshúsinu
Sigfríður Lárusdóttir og Lárus Þór Pálmason verða með opna vinnustofu að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli hússins). Myndlist, olíu-, akríl- og vatnslitamyndir.
19:30-22:00 Útimarkaður í Álafosskvos
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi.
20:15 Íbúar safnast saman á Miðbæjartorgi
Gulir, rauðir, bleikir og bláir.
Allir hvattir til að mæta í lopapeysu.
20:30 Skrúðgöngur leggja af stað
Hestamannafélagið Hörður leiðir gönguna með vöskum fákum. Göngustjórar frá Leikfélagi Mosfellssveitar. Tufti Túnfótur, þriggja metra hátt tröll, tekur þátt í göngu.
21:00-22:30 Ullarpartý í Álafosskvos
Brekkusöngur og skemmtidagskrá. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar setur hátíðina. Greta Salóme hitar upp brekkuna. Tónlistarkonan Gugusar tekur nokkur lög. Hilmar Gunnars og Gústi Linn stýra brekkusöng. Kyndill kveikir á blysum.
22:00 Kjúllinn 2023 í Hlégarði
Tónlistarveisla í Hlégarði föstudagskvöldið 25. ágúst. Fram koma: Sprite Zero Klan, Aron Can, Bríet, Steindi & Auddi, Dj. Geiri Slææ. Húsið opnar 22.00 og standandi partí til 01.30. Miðasala á Tix.is
22:00-01:00 SZK og DJ Seðill í Bankanum
DJ Seðill og Sprite Zero Klan gera allt vitlaust í Bankanum.
Laugardagur 26. ágúst
Frítt í Varmárlaug • Frítt á Gljúfrastein
Tívolí við Miðbæjartorg um helgina. Aðgöngumiðar seldir á staðnum.
8:00-20:00 Golfklúbburinn
Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal um helgina.
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
9:00-16:00 Tindahlaupið
Náttúruhlaup sem hefst við Íþróttamiðstöðina að Varmá. Ræst verður í þremur ráshópum, 5 og 7 tindar kl. 9:00, 1 tindur og 3 tindar kl. 11:00. Fjórar vegalengdir í boði, 7 tindar (38 km), 5 tindar (34 km), 3 tindar (19 km) og 1 tindur (12 km). Tindahlaup Mosfellsbæjar er í boði Nettó.
10:00-14:00 Kaffisæti
Kaffisæti pop-up kaffihús opið í Lágafellslaug. Ekta ítalskt kaffi á boðstólum.
10:00-18:00 Útvarp Mosfellsbær
Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen. FM 106,5 og í Spilaranum. Útsending alla helgina.
10:00-12:00 Krakkahestar og kleinur á Blikastöðum
Á Blikastöðum, við gömlu útihúsin, verður boðið upp á Krakkahesta og kleinur.
Viðburðurinn hentar vel fyrir yngstu kynslóðina en teymt er undir krökkunum og boðið upp á hressingu og kleinur.
10:00-17:00 Frítt á Gljúfrastein
Gljúfrasteinn – hús skáldsins opnar dyrnar að safninu upp á gátt og verður frítt inn í tilefni bæjarhátíðar Mosfellsbæjar, Í túninu heima. Gljúfrasteinn var heimili og vinnustaður Halldórs Laxness og fjölskyldu hans um hálfrar aldar skeið.
10:00-16:00 Sumarhátíð Miðnættis í Bæjarleikhúsinu
Tjaldið, Þorri og Þura, brúðusmiðja, veitingasala, andlitsmálning o.fl. Ókeypis inn, miðar fyrir atriði á sal fást í miðasölu Bæjarleikhússins 30 mínútum fyrir hvert atriði. Sjá dagskrá: www.midnaetti.com
10:00-17:00 grænmetismarkaður
Grænmeti frá Mosskógum, silungur frá Heiðarbæ, rósir frá Dalsgarði og önnur íslensk hollusta á boðstólum. Síðasti markaður sumarsins í Dalnum.
11:00-17:00 Húsdýragarðurinn
Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Aðgangur: 1.100 kr. www.hradastadir.is
11:00-16:00 Markaðstorg
Ljósmyndastofan Myndó, hannyrðabúðin Sigurbjörg og Folda Bassa hafa opið fyrir gesti og gangandi í Þverholti. Einnig verða konur frá Úkraínu búsettar í Mosfellsbæ að gefa smakk af þjóðarsúpunni þeirra kl. 13–15 í sal Samfylkingarinnar. Fullt af frábærum tilboðum, markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og skottmarkaður.
11:00-17:00 Kaffihús Mosverja
Skátafélagið Mosverjar verður með kaffihús í Skálanum í Álafosskvos. Rjúkandi heitar vöfflur og kakó/kaffi ásamt góðgæti.
11:00-15:00 Leikjavagn UMFÍ á Stekkjarflöt
Afturelding opnar leikjavagninn fyrir káta krakka. Fótboltatennis, ringó, krolf, boccia, mega jenga, spike ball, frisbí, kubb, leikir, sprell, tónlist og margt fleira.
11:30-16:00 Súpuveisla Friðriks V í Álafosskvos
Matreiðslumeistarinn Friðrik V galdrar fram kraftmikla kjötsúpu. Allur ágóði fer til endurbóta á skátaheimili Mosverja.
12:00 Barnaskemmtun við Hlégarð – Ævintýrið
Leiksýningin Ævintýrið – frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna. Fjallar um Jónatan og Dreka. Þeir vinirnir bregða sér í alls kyns leiki og sjá börnin hvernig hugarheimur þeirra lifnar við á sviðinu. Boðskapur verksins er um mikilvægi vináttu og virðingu fyrir náunganum. Frír aðgangur á Hlégarðstúnið.
12:00-16:00 Opin vinnustofa í Álafosshúsinu
Sigfríður Lárusdóttir og Lárus Þór Pálmason verða með opna vinnustofu að Álafossvegi 23, 4. hæð (lyfta á gafli hússins). Myndlist, olíu-, akríl- og vatnslitamyndir.
12:00-20:00 Opið hús listamanna í Álafosskvos
Ólöf Björg Björnsdóttir myndlistarmaður og Þórir Gunnarsson Listapúki fagna listinni í Kvosinni með vinnustofusýningu að Álafossvegi 23, 3. hæð. Leiðsögn kl. 14 og 18. Verið hjartanlega velkomin og njótið lista, gleði og samveru.
12:00-17:00 Wings and Wheels – Tungubakkaflugvöllur
Gamlar flugvélar, dráttarvélar úr Mosfellsbæ, mótorhjól, fornbílar og flugsýning. Heitt á könnunni fyrir gesti og karamellukast fyrir káta krakka kl. 16:30.
12:00 Hópakstur um Mosfellsbæ
Fergusonfélagið stendur fyrir hópakstri dráttarvéla og fornbíla. Lagt af stað frá Tungubakkaflugvelli og keyrt um bæinn.
12:00-17:00 KARLAR Í SKÚRUM – HANDVERKSSÝNING
Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Skálatúns. Margs konar verk til sýnis og karlar að störfum. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Komið og fræðist um starfsemina.
Kaffi og meðlæti.
12:00-16:00 Útimarkaður í Álafosskvos
Markaðstjöld full af fjölbreyttum varningi og ýmsar uppákomur á sviði.
12:00 Varmárkórinn
13:00 Djasskrakkar
14:00 Dúettinn Gleym mér ei
14:30 Daniel Moss
15:00 Tufti Túnfótur á ferðinni
15:30 Hljómsveitin Slysh
12:30 Grenibyggð 36 – Mosfellingar bjóða heim
Jokka og Sjonni verða með örtónleika í garðinum í Grenibyggð 36. Svo tekur kvennakórinn Stöllur við og flytur nokkur lög kl. 13.
13:00-16:00 Klifurveggur við skátaheimilið
Sigraðu vegginn og láttu þig síga rólega niður. Átta metra hár veggurinn er áskorun fyrir börn á öllum aldri.
13:00-15:00 Kynnist Úkraínu
Opið hús í Þverholti 3 þar sem gestir geta kynnst Úkraínu og þeirra menningu. Úkraínsk stemning og smakk af þjóðarsúpu þeirra í boði fyrir gesti.
13:00 Afturelding – Leiknir R. á Malbikstöðinni að Varmá
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu spilar gegn Leikni R. að Varmá. Afturelding er í mikilli toppbaráttu í Lengju-deildinni um þessar mundir.
13:00-17:00 Myndlistarsýning að Bæjarási 2
Myndlistarsýning í garðinum heima, Bæjarási 2. „Héðan og þaðan” blönduð verk frá myndlistarkonunni Hólmfríði Ólafsdóttur.
13:00 Stöllurnar bjóða heim – Grenibyggð 36
Tónleikar í garðinum. Kvennakórinn Stöllurnar býður upp á úrval íslenskra og erlendra laga undir stjórn Heiðu Árnadóttur kòrstjóra.
13:00- 16:00 Opin vinnustofa Lágholti 17
Heiða María er 18 ára listakona sem er ein af þeim sem fékk styrk sem íþrótta- og tómstundanefnd veitti til ungra og efnilegra ungmenna. Hún ætlar að sýna og selja þau verk sem hún hefur unnið að í sumar ásamt eldri verkum.
14:00-16:00 Umhyggjudagur í Lágafellslaug
Frítt í Lágafellslaug kl. 14-16, gefins sundpokar fyrir börnin meðan birgðir endast.
14:00-16:00 Kjúklingafestival
Stærstu kjúklinga- og matvælaframleiðendur landsins kynna afurðir sínar, selja og gefa smakk við íþróttamiðstöðina að Varmá. Matur og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ýmis skemmtiatriði, tónlistaratriði, Greipur Hjaltason með uppistand, Kristján og Elsa úr Frozen verða á röltinu.
14:00-16:00 Suðræn veisla á Gloríu
Gloría við Bjarkarholt býður gestum og gangandi upp á paellu beint af pönnunni. Happy Hour alla helgina.
14:00 Akurholt 21 – Mosfellingar bjóða heim
Stormsveitin ásamt Arnóri Sigurðarsyni, Þóri Úlfarssyni og Jens Hanssyni. Efnisskráin er bland af lögum sem Stormsveitin hefur sungið síðustu 12 ár auk laga af plötunni Fótspor tímans.
14:00-17:00 Stekkjarflöt
Frítt fyrir káta krakka í hoppukastala og auðvitað ærslabelg.
15:00 Ástu-Sólliljugata 9 – Mosfellingar bjóða heim
Söngkonan og fiðluleikarinn Greta Salóme býður heim til sín í 30 mínútna tónleika.Eitthvað fyrir alla á boðstólum og grillaðar pylsur. Með henni leikur gítarleikarinn Gunnar Hilmarsson. Opið hús kl. 14:45-16.
15:00 Álmholt 10 – Mosfellingar bjóða heim
Hrönn og Davíð bjóða að venju upp á glæsilega óperutónleika. Eva Þyri Hilmarsdóttir píanisti leiðir hóp ungra óperusöngvara. Sérstakir gestir verða Bryndís Guðjónsdóttir sópran og Kristín Mäntylä mezzosópran. Svo verða Davíð, Stefán og Helgi Hannesar með fasta liði eins og vejulega. Kaffisala til góðgerðarmála.
15:00 Reykjabyggð 33 – Mosfellingar bjóða heim
Íris Hólm og Ingibjörg Hólm syngja við undirleik Sveins Pálssonar sem leikur á gítar, Davíðs Atla Jones sem leikur á bassa og Þóris Hólm sem leikur á slagverk
15:00-16:00 Hestafjör
Teymt undir börnum á Stekkjarflötinni í boði Hestamenntar.
15:30 Brekkutangi 24 – Mosfellingar bjóða heim
Mosfellingurinn Hlynur Sævarsson og Kjalar Kollmar sameina krafta sína í dúett og halda heimatónleika í Brekkutanga 24. Þeir leika sígild íslensk lög ásamt erlendum djass útsett fyrir bassa og söng.
16:15 Brekkutangi 24 – Mosfellingar bjóða heim
Gleðisveitin Látún spilar frumsamið balkan-ska-fönk í garðinum. Fyrir utan Mosfellinginn Sævar Garðarsson sem spilar á trompet, eru Þorkell Harðarson á klarinett/altósax, Hallur Ingólfsson á trommur, Albert Sölvi Óskarsson á bariton/alto-sax, Sólveig Morávek á tenórsax og Þórdís Claessen á rafbassa.
16:30 Karamellukast
Karamellukast á Tungubökkum.
17:00 Kvíslartunga 98 – Mosfellingar bjóða heim
Karlakórinn Esja kemur fram á heimatónleikum í Kvíslartungu. Léttur og hefðbundinn kór með óhefðbundnu ívafi.
17:00-21:00 Götugrill
Íbúar í Mosfellsbæ halda götugrill í vel skreyttum götum bæjarins.
21:00-23:00 Stórtónleikar á Miðbæjartorgi
Skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem Mosfellsbær býður upp á stórtónleika á Miðbæjartorginu. Fram koma: Sigga Ózk, Mugison, Páll Rósinkranz úr Jet Black Joe, Sprite Zero Klan, Diljá Pétursdóttir og Páll Óskar. Kynnir verður Dóri DNA. Björgunarsveitin Kyndill skýtur upp flugeldum af Lágafelli skömmu eftir að tónleikum lýkur.
22:00-01:00 Bryndís í Bankanum
Leik- og söngkonan Bryndís Ásmundsdóttir syngur sín uppáhaldslög. Með henni verður Franz Gunnarsson á gítar. Frítt inn.
23:30-04:00 Stórdansleikur
Páll Óskar mætir í íþróttahúsið að Varmá og heldur hátíðarball með Aftureldingu. Miðaverð á Pallaball 4.500 kr. í forsölu og 5.500 kr. við inngang. Forsala í íþróttahúsinu að Varmá (20 ára aldurstakmark).
Sunnudagur 27. ágúst
8:00-20:00 Golfklúbburinn
Tveir fyrir einn af vallargjaldi á golfvellinum í Bakkakoti í Mosfellsdal um helgina.
9:00-17:00 Íþróttasvæðið á Tungubökkum
Fótboltamót Aftureldingar og Weetos, 6. og 7. flokkur karla og kvenna.
10:00-14:00 Kaffisæti
Kaffisæti pop-up kaffihús opið í Lágafellslaug. Ekta ítalskt kaffi á boðstólum. Opið verður áfram næstu þrjár helgar.
10:00-18:00 Útvarp Mosfellsbær
Umsjón: Ástrós Hind Rúnarsdóttir og Tanja Rasmussen. FM 106,5 og í Spilaranum. Útsending alla helgina.
11:00-17:00 Húsdýragarðurinn
Geitur, kettlingar, grís, kálfur, hænur, kanínur, naggrísir og mörg önnur húsdýr á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Aðgangur: 1.100 kr. www.hradastadir.is
12:00-17:00 KARLAR Í SKÚRUM MOSFELLSBÆ – HANDVERKSSÝNING
Opið hús að Skálahlíð 7A, Litlahlíð, á svæði Skálatúns. Margs konar verk til sýnis. Útskurður, tálgun, rennismíði, módelsmíði, fluguhnýtingar o.fl. Komið og fræðist um starfsemina. Kaffi og meðlæti.
14:00 Hátíðardagskrá í Hlégarði
– Umhverfisnefnd veitir umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2023. Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir tré ársins og plokkara ársins.
– Mosfellsbær heiðrar starfsmenn sem eiga 25 ára starfsafmæli.
– Útnefning bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2023.
– Krakkar úr Helgafellsskóla taka lagið.
– Óvænt tónlistaratriði.
– Heitt á könnunni og öll velkomin.
14:00-16:00 Opið hús á slökkvistöðinni
Slökkvistöðin við Skarhólabraut verður til sýnis fyrir hátíðargesti. Gestum býðst að skoða bíla, tæki og búnað slökkviliðsins í bílasal. Öll velkomin.
14:00-17:00 Myndlistarsýning að Bæjarási 2
Myndlistarsýning í garðinum heima, Bæjarási 2. „Héðan og þaðan” blönduð verk frá myndlistarkonunni Hólmfríði Ólafsdóttur.
16:00 Stofutónleikar
Á Gljúfrasteini koma fram Kolbeinn Ketilsson tenór og Matthildur Anna Gísladóttir píanóleikari. Síðustu stofutónleikar sumarsins. Tónleikarnir hefjast kl. 16 í stofunni, aðgangseyrir er 3.500 kr.
17:00 Mosfellingar bjóða heim – Túnfótur
Blúshljómsveit Þorkels Jóelssonar og félagar halda tónleika á garðpallinum í Túnfæti í Mosfellsdal. Verið velkomin.
18:00 Kyrrðarbæn
Biblíuleg íhugun í Mosfellskirkju og ganga í nánasta umhverfi. Bylgja Dís Gunnarsdóttir og sr. Henning Emil Magnússon leiða stundina. Hressing í kirkjunni
20:00 Kvöldmessa
Lágstemmd stund í Mosfellskirkju með mikla áherslu á íhugun, iðkun og söng. Góð leið til að undirbúa sig fyrir komandi viku. Þórður Sigurðarson, organisti, leiðir tónlistina. Sr. Henning Emil þjónar.