Be Happy opnar í Kjarna
Á dögunum opnaði í Kjarnanum fyrirtækið Be happy Iceland. Eigandanum Söndru Ragnarsson er margt til lista lagt en hún meðal annars hannar, saumar og málar.
Sandra er frá Litháen en hefur búið á Íslandi í 23 ár. „Fyrirtækið var stofnað fyrir 13 árum, fyrst í Hafnarfirðinum en ég er sjálf nýflutt í Mosó og er ánægð að vera komin með stúdíóið á þennan skemmtilega stað,“ segir Sandra sem einnig er með heimasíðu þar sem allar hennar vörur eru aðgengilegar.
Fatabreytingar og saumaviðgerðir
„Ég tek að mér fatabreytingar og alls kyns saumaverkefni bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Svo er ég ýmislegt sem ég sauma eins og til dæmis töskur, húfur og hettupeysur. Allar upplýsingar eru á heimasíðunni. Þar eru einnig sokkar, kerti, skartgripir og fleira.
Opnunartíminn er sveigjanlegur hjá mér og um að gera að hafa bara samband við mig annaðhvort í síma 862-3782 eða á netfangið verslun@byhappy.is,“ segir Sandra sem vonast til að Mosfellingar verði duglegir að nýta hennar þjónustu.