Entries by mosfellingur

Tilhlökkun

Ég las viðtal við unga konu í síðustu viku. Hún er á leiðinni til Ungverjalands með eiginmanni sínum og börnum, en þar ætla þau að búa næstu árin. Hún sagði í viðtalinu frá ástæðum þess að þau væru að flytja og hvernig þau hefðu undirbúið sig fyrir þetta spennandi stökk. Mér finnst alltaf gaman að […]

Vínbóndinn býður upp á lífrænt frá Ítalíu

Mosfellingurinn Arnar Bjarnason hefur síðastliðin sjö ár rekið vefverslunina Vínbóndinn.is sem er lífræn vefverslun bæði með mat og vín, allt gæðavörur frá Ítalíu. Arnar hefur yfir 20 ára reynslu í að flytja inn vín og mat og stofnaði og rak meðal annars verslunina Frú Laugu um tíma. „Ég er eingöngu að flytja inn lífrænar matvörur […]

Snemma farinn að huga að viðskiptum

Daníel Már Einarsson var ungur að árum er hann fór að hafa áhuga á viðskiptum. Hann hefur komið að ýmiss konar rekstri í gegnum tíðina en í dag rekur hann heildsöluna Esjaspirits sem selur áfengi og hágæða matvöru frá Andalúsíu á Spáni. Daníel segist leggja áherslu á gæði og traust vörumerki og að vörulína þeirra […]

Rafskútur Hopp mættar í Mosó

Mosfellsbær og Hopp hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ. Leig­an fer fram í gegn­um smá­for­rit í snjallsíma þar sem unnt er að sjá hvar næsta lausa rafskúta er stað­sett. Upp­hafs­stöðv­ar verða við íþróttamið­stöðv­ar og við mið­bæj­ar­torg en not­end­ur geta skil­ið við hjól­in þar sem þeim hentar. Það er þó […]

Diddú og Davíð Þór á 200. stofutónleikum Gljúfrasteins

Stofutónleikar Gljúfrasteins hafa verið fastur liður í starfseminni frá því 2006 og sunnudaginn 9. júlí verða stofutónleikar númer 200 í stofu skáldsins. Á þessum tímamótatónleikum munu Mosfellingarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Davíð Þór Jónsson píanóleikari koma fram og syngja og spila af hjartans list. Efnisskrá verður fjölbreytt, lífleg og einlæg. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og […]

Fljúgum hærra

Esjan er falleg. Flestir sem fara á Esjuna fara upp að Steini og svo aftur niður. Langfæstir fara alla leið upp á topp. Upp á Þverfellshorn. Ég sjálfur hafði ekki farið alla leið í svo mörg ár að ég man ekki hvað þau eru mörg fyrr en ég fór á toppinn með konunni og þeim […]

Af bæjarstjórnarmálum er þetta helst

Útboð leikskóla í Helgafellshverfi Eftir árstafir hefur loksins verið ákveðið að bjóða út byggingu leikskólans í Helgafelli. Það stóð til að gera það fyrir ári síðan en þá ákvað meirihlutinn að fresta því og setja á fót starfshóp. Bæjarfulltrúar D-lista lögðu ítrekað fram tillögu um að bjóða bygginguna út strax því annars myndi kostnaður hækka […]

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040

Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem gilda á til ársins 2040. Skipu­lags­nefnd og bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar samþykktu að kynna frumdrög og vinnslu­til­lögu að nýju aðalskipulagi í vor og er hægt að nálgast þau gögn á skipulagsgátt (www.skipulagsgatt.is/issues/214). Þar er einnig hægt er að koma að umsögnum og athugasemdum til 12. ágúst. […]

Betri vinnutími á leikskólum

Upp úr áramótum 2020 fóru fyrstu kjarasamningar sem fólu í sér styttri vinnutíma að líta dagsins ljós. Í hönd hófst heljarinnar ferli stjórnenda allra stofnana við að finna út úr því hvernig ætti að leysa þetta nýja verkefni. Í fyrstu umferð var þetta mjög skrítið verkefni þar sem ekkert skapalón fylgdi en eitt var alveg […]

Hlín Blómahús í 30 ár – fyrst og fremst þakklát

Hlín Blómahús fagnaði 30 ára afmæli þann 8. maí. Það eru hjónin Hlín Sveinsdóttir og Sigþór Hólm Þórarinsson sem eiga og hafa rekið blómabúðina í þennan tíma. „Við erum fyrst og fremst þakklát fyrir þessi ár og einstaklega trygga viðskiptavini. Við opnuðum hér í þessu húsi 1993, fluttum í skamman tíma í Krónuhúsnæðið, vorum á […]

Halda Barnadjass í Mosó

Helgina 22.-25. júní verður hátíðin Barnadjass í Mosó haldin í fyrsta skipti. Flytjendurnir eru á aldrinum 7-15 ára og koma frá Mosfellsbæ, Selfossi, Hafnarfirði, Reykjavík, Noregi og Færeyjum. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Odd André Elveland en hann er norskur djasstónlistarmaður og rekur tónlistarskólann Improbasen í Osló. Hann hefur þróað aðferðir til að kenna ungum börnum […]

Mjög vel tekið á móti okkur

Valur Oddsson húsasmiður flutti upp á land eftir gosið í Eyjum 1973. Gosið á Heimaey í Vestmannaeyjum hófst aðfaranótt 23. janúar 1973 og stóð yfir í rúmlega fimm mánuði. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðarinnar eða tæplega 400 hús og byggingar. Flestir íbúarnir flúðu til meginlandsins og biðu milli vonar og ótta eftir því hvað […]

Gildran undibýr endurkomu í haust

Mosfellska hljómsveitin Gildran hefur ákveðið að koma saman í haust og blása til tónleika undir yfirskriftinni „Nú eða aldrei“. Hljómsveitin var stofnuð árið 1985 og fagnar því brátt 40 ára afmæli. Sveitin er skipuð þeim Þórhalli Árnasyni, Karli Tómassyni, Birgi Haraldssyni og Sigurgeiri Sigmundssyni. Gildran kemur nú saman eftir nokkurt hlé og varð heimabærinn fyrir […]

Mosfellsbær tekur alfarið við starfsemi Skálatúns

Fimmtudaginn 25. maí var undirritaður samningur um að Mosfellsbær taki alfarið að sér að annast og þróa áfram þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa þar 33 einstaklingar. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi sem hefur ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Stofnuð verður sjálfseignarstofnun […]