Entries by mosfellingur

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hlýtur Íslensku menntaverðlaunin

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hlaut í vikunni Íslensku menntaverðlaunin í flokknum „Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur“ við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Ein verðlaun eru veitt í þessum flokki, til skóla eða annarrar menntastofnunar, sem stuðlað hefur að menntaumbótum er þykja skara fram úr. FMOS fékk verðlaunin fyrir þróun verkefnamiðaðra kennsluaðferða og leiðsagnarnáms. Leiðsagnarnámið er hornsteinninn í kennsluaðferðum […]

Sunnudagsmorgnar

Klukkan níu á sunnudagsmorgnum er hinn rúmlega tveggja ára Alexander Emil kominn í Real Madrid búninginn sinn. Um tíu næ ég í hann og við drífum okkur út í íþróttahús. Stundum kemur amma hans með, stundum frændur. Það eru nokkur atriði varðandi fjölskyldutímana á sunnudagsmorgnum að Varmá sem ég er sérstaklega hrifinn af. Í fyrsta […]

Stígum skrefið til fulls

Í nokkra áratugi hef ég fylgt fótboltaliðinu okkar, meira þó karlaliðinu. Ég hef farið með þeim upp (og niður) um nokkrar deildir og átt með frábærum sjálfboðaliðum góða tíma. Eftir besta sumar í sögu karlaliðsins eru aðstöðumál knattspyrnudeildar mér ofarlega í huga. Snemma sumars kom í ljós að núverandi áhorfendasvæði á Malbiksstöðvarvellinum að Varmá var […]

Viðsnúningur í rekstri Mosfellsbæjar

Við búum við krefjandi efnahagslegar aðstæður með mikilli verðbólgu. Þess vegna er einstaklega ánægjulegt að geta lagt fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 sem gerir ráð fyrir afgangi upp á rúmlega 900 m.kr. Þessum árangri náum við án þess að skera niður í þjónustu bæjarfélagsins við íbúa heldur þvert á móti þá verður þjónustan áfram efld […]

Í hvaða sæti setjum við okkar fólk?

Ég vil byrja á því að óska íþróttafólki í Mosfellsbæ til hamingju með frábært keppnistímabil sem nú er að baki. Flestar greinar luku sínu tímabili í byrjun sumars, aðrar í haust. Eins og gengur þá náðu sumir sínum markmiðum, aðrir ekki. Sama hver niðurstaðan var þá vonar maður að fólk haldi áfram að rækta líkama […]

Umhverfið okkar

Að lifa í góðu, fögru og hollu umhverfi á að vera kappsmál okkar allra. Við sjáum margt sem gleður okkur en því miður margt sem okkur þykir miður og jafnvel særir okkur. Slæm umgengni um sitt nánasta umhverfi lýsir hverjum manni og ber vitni um hver tengsl viðkomandi eru við umhverfið. Mjög margir garðar eru […]

Félagsstarf eldri borgara í Brúarland

Fulltrúar D-lista í bæjarráði lögðu fram tillögu á fundi bæjarráðs þann 19. október sl. um að félagsstarf eldri borgara fái afnot af Brúarlandi fyrir starfsemi sína sem og önnur félags- og tómsstundastörf. Aukin þátttaka og fjölgun íbúa kallar á nýtt húsnæði Í Mosfellsbæ er rekið öflugt félagsstarf fyrir eldri borgara. Íbúar Mosfellsbæjar 67 ára og […]

Skráningardagar í leikskólum

Á vordögum samþykkti bæjarstjórn Mosfellsbæjar, að tillögu fræðslunefndar, að innleiða skráningardaga í leikskólum. Í haust hefur því farið fram kynning og prófun á þessu fyrirkomulagi og leikskólstjórnendur eru að innleiða það hver í sínum skóla. Skráningardagar þýða að ef foreldrar hyggjast nýta sér þjónustu leikskólanna á fyrirfram ákveðnum skráningardögum og skráningartímum þurfa þau að láta […]

Gefur út Löngu horfin spor

Mosfellingurinn Guðjón Jensson hefur gefið út skáldsöguna Löngu horfin spor. Guðjón, sem er bókfræðingur, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur lengi fengist við ritstörf, einkum greinaskrif í blöð og tímarit. „Ég hef undanfarin 10 ár fengist við rannsókanvinnu og ritun á þessu skáldverki sem byggt er á sögu og örlögum Carls Reichsteins sem var Þjóðverji og kom […]

Vélsmiðjan Sveinn fagnar 30 ára afmæli

Vélsmiðjan Sveinn sem staðsett er í Flugumýri 6 heldur upp á 30 ára afmæli um þessar mundir. Það voru þeir feðgar Haraldur Lúðvíksson og Haraldur V. Haraldsson sem stofnuðu fyrirtækið í lok ágúst 1993. Fyrirtækið sérhæfir sig í allri almennri vélsmíði, stálsmíði, rennismíði, viðgerðum og þessháttar. „Við feðgar störfuðum hér saman þar til árið 2003 […]

Ný bók og útgáfuboð í Hlégarði

Ingibjörg Valsdóttir gaf nýverið út sína þriðju barnabók, Að breyta heiminum. Lilja Cardew er höfundur teikninga og er bókin gefin út af Bókabeitunni. Áður hefur hún skrifað tvær bækur um þau Pétur og Höllu við hliðina; Fjöruferðin og Útilegan. Ingibjörg er uppalin í Mosfellsbæ og hefur búið hér frá unga aldri. Sagan rúllaði áfram „Það […]

Handverkstæðið Ásgarður hélt 30 ára afmælisveislu

Laugardaginn 30. september bauð Ásgarður til mikillar afmælisveislu í Hlégarði í tilefni 30 ára afmælis handverk­stæðisins. Ásgarður var stofnaður árið 1993 og hefur starfrækt verkstæði í Álafosskvos í Mosfellsbæ síðan 2003. Ásgarður er sjálfseignarstofnun þar sem 33 þroskahamlaðir einstaklingar starfa ásamt leiðbeinendum. Frá upphafi hafa starfsmenn lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk […]

Aukin tíðni sorphirðu

Skrif­að hefur verið und­ir við­auka við verk­samn­ing um sorp­hirðu við Ís­lenska gáma­fé­lag­ið. Nýtt úr­gangs­flokk­un­ar­kerfi hef­ur nú ver­ið til reynslu síð­ast­liðna fjóra mán­uði og hef­ur ár­ang­ur­inn ver­ið fram­ar von­um sem skil­ar sér í hreinni úr­gangs­straum­um til Sorpu og skil­virk­ari end­ur­vinnslu. Ákveð­ið var á fundi bæj­ar­stjórn­ar 27. sept­em­ber að sam­þykkja við­auka við verk­samn­ing um sorp­hirðu með auk­inni […]

Ábyrgð og atburðir

Ég veit ekki hvort það er bara ég, en þegar eitthvað gerist sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina, þá leitar stundum á mig sú hugsun hvort það skipti einhverju máli í stóra samhenginu að ég passi upp á mitt persónulega heilbrigði. Hryllingurinn og stríðsástandið í Ísrael hafði þessi áhrif á mig. Fréttirnar og atburðarrásin drógu […]

Framfarir í úrgangsmálum

Hvernig við komum frá okkur sorpi snertir hvert einasta heimili og er lögbundið verkefni sveitarfélaga. Það verða því flestir varir við það þegar verða breytingar í málaflokknum. Á síðustu mánuðum hafa verið innleiddar mestu breytingar í úrgangsmálum sem orðið hafa um langa hríð á höfuðborgarsvæðinu. Aukin flokkun sorps frá heimilum er stórt verkefni sem hefur, […]