Áskorun til ríkisstjórnar Íslands
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 15. október sl. að fela bæjarstjóra að senda ríkisstjórn Íslands fyrirliggjandi áskorun bæjarráðs um að hún beiti sér fyrir breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga. Jafnframt verði afrit sent öllum þingmönnum. Í áskoruninni eru tilteknar leiðir til að tryggja fjölþætta og sveigjanlega tekjustofna sveitarfélaga. Þar segir að ljóst sé að verði ekkert að gert mun rekstrarkostnaður sveitarfélaga hækka langt umfram tekjur þeirra á næstu mánuðum. Því liggi fyrir að við óbreyttar aðstæður munu sveitarfélög ekki geta staðið undir hlutverki sínu og skyldum á næstu misserum með sama hætti og verið hefur. Áskorunin í heild sinni er aðgengileg á heimasíðu Mosfellsbæjar.