Afturelding í samstarfi við Einn tveir og elda

Ásbjörn Jónsson fyrir hönd knattspyrnudeildar og Jón Arnar Guðbrandsson fyrir hönd Einn tveir og elda

Ásbjörn Jónsson fyrir hönd knattspyrnudeildar og Jón Arnar Guðbrandsson fyrir hönd Einn tveir og elda.

Einn tveir og elda og knattspyrnudeild Aftureldingar hafa gert með sér samning um að Afturelding sjái um afhendingu á tilbúnum matarkössum sem Einn tveir og elda er að farið af stað með.
Allir þeir viðskiptavinir sem panta hjá Einn tveir og elda og óska eftir að sækja sína matarpakka til Aftureldingar styrkja Aftureldingu í leiðinni um 5% af sölunni.
„Þetta þáttur okkar í því að styrkja íþróttahreyfinguna í landinu,“ segir Jón Arnar Guðbrandsson hjá Einn tveir og elda.
„Við hlökkum mikið til þessa samstarfs. UMFA er eitt margra íþróttafélaga sem við munum vinna með og er eitt þeirra þriggja félaga sem verða með frá fyrsta degi.“
Afhending matarpakkanna fer fram í Vallarhúsinu við Varmárvöll á milli kl. 16 og 19 mánudaga og þriðjudaga í hverri viku. Þannig er komið til móts við óskir þeirra fjölmörgu sem vilja sækja á afhendingarstað í sínu eigin hverfi.

Stjörnukokkar í gestahlutverki
Einn tveir og elda sendir á staðinn spennandi uppskriftir að máltíðum og allt hráefni sem þarf til eldamennskunna.
Áhersla er lögð á að bjóða besta fáanlega hráefnið hverju sinni og fjölbreytilegar uppskriftir, þar sem hollusta og bragð verður í fyrirrúmi. Nánari upplýsingar er að finna á einntveir.is þar sem hægt er að panta þjónustu.
Auk girnilegra uppskrifta frá kokkum Einn tveir og elda mun hópur stjörnukokka útbúa sérstakar uppskriftir fyrir viðskiptavini. Þeirra á meðal eru Ragnar Freyr Ingvarsson (læknirinn í eldhúsinu), Jói Fel og Gunnar Már Sigfússon, kenndur við lágkolvetna lífsstílinn. Þeir og fleiri munu bregða sér í hlutverk gestakokka og útbúa sérstaka helgarpakka, hver á sínu sérsviði.

Eftirspurnin á Íslandi fjórfaldast
Máltíðamarkaðurinn er í hröðum vexti um allan heim. Ef horft er til þróunar í nágrannalöndunum má gera ráð fyrir því að hér á landi muni markaðurinn fjórfaldast að umfangi á næstu tveimur árum.
Þjónustan er einföld og þægileg í notkun, hún sparar neytendum tíma og fyrirhöfn, dregur úr matarsóun og er hagkvæmur kostur fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Aukin netverslun almennings og aukinn áhugi á matargerð ýtir enn frekar undir máltíðaþjónustu af því tagi sem hér um ræðir.

Hér er hægt að panta matarpakka