Afmæli og nýju eldhúsi fagnað á leikskólanum Reykjakoti

Sardar, Regína, Kristlaug og Iryna.

Leik­skól­inn Reykja­kot fagn­aði 30 ára af­mæli á dögunum og vígði við sama til­efni nýtt eld­hús. Leik­skól­inn hef­ur stækkað og dafn­að í gegn­um tíð­ina og í dag eru um 85 börn þar á aldr­in­um 1-5 ára.
Stjórn­end­ur og starfs­fólk Reykja­kots hafa átt frum­kvæði að og tek­ið þátt í fjölda þró­un­ar- og frum­kvöðl­a­verk­efna í gegn­um tíð­ina, bæði stór­um sem smá­um. Þann­ig hef­ur starfs­fólk skól­ans kom­ið að því að skrifa leik­skóla­sögu bæj­ar­ins og tek­ið virk­an þátt í þeirri nýbreytni og fag­legu fram­þró­un sem ein­kennt hef­ur leik­skólast­arf í Mos­fells­bæ. Sök­um þessa hef­ur oft ver­ið leitað sér­stak­lega til Reykja­kots í gegn­um tíð­ina varð­andi þátt­töku í þró­un nýrra kennslu- og starfs­hátta.

Uppfyllir allar nýjustu kröfur
Verktak­inn Mineral ehf. sá um fram­kvæmd­ina á nýja eld­hús­inu og not­að­ist við svo­kall­aða Durisol kubba í burð­ar­virk­ið á nýju bygg­ing­unni sem er 97 fer­metr­ar að stærð. Kubb­arn­ir eru fram­leidd­ir úr sér­völd­um end­urunn­um viði og síð­an stein­gerð­ir með vist­væn­um að­ferð­um. Eld­hús­ið upp­fyll­ir all­ar nýj­ustu kröf­ur sem gerð­ar eru til slíkra eld­húsa tengt að­geng­is­mál­um, bygg­ing­a­reglu­gerð, heil­brigðis­eft­ir­liti og vinnu­eft­ir­liti svo eitt­hvað sé nefnt.
Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri var við vígsluna og færði starfs­fólki blóm­vönd og gjöf og ósk­aði starfs­fólki, börn­um, for­eldr­um og öll­um velunn­ur­um skól­ans til ham­ingju með af­mæl­ið og nýja eld­hús­ið. Þá þakk­aði hún starfs­fólki skól­ans sér­stak­lega fyr­ir þeirra fram­lag og natni við að gera Reykja­kot að þeim góða leik­skóla sem hann er.