Gert ráð fyrir rekstrarafgangi í fyrsta skipti frá árinu 2019

Leikskóli í Helgafellshverfi í uppbyggingu.

Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 8. nóv­em­ber og er lögð áhersla á ábyrg­an rekst­ur og áfram­hald­andi upp­bygg­ingu inn­viða, hátt þjón­ustu­stig og lág gjöld til barna­fjöl­skyldna.

Þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur
Í fjár­hags­áætl­un árs­ins 2024 er gert ráð fyr­ir því að Mos­fells­bær verði áfram með lægstu gjöld­in í leik­skól­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en í dag greiða for­eldr­ar 28.284 kr. fyr­ir átta tíma vist­un með fæði.
Bær­inn mun enn frem­ur greiða nið­ur dag­vist­un hjá dag­for­eldr­um þannig að for­eldr­ar greiði jafn­hátt gjald hjá dag­for­eldr­um og á leik­skól­um til að jafna að­stæð­ur barna. Þá er gert ráð fyr­ir að börn fædd 1. ág­úst 2023 eða fyrr kom­ist inn í leik­skóla haust­ið 2024.
Áhersla verð­ur á far­sæld barna og að styrkja Mos­fells­bæ enn frek­ar sem Barn­vænt sveit­ar­fé­lag. Þá verð­ur sett­ur auk­inn kraft­ur í inn­leið­ingu á nýrri mennta­stefnu og efl­ingu upp­lýs­inga­tækni í skól­um.

Þjónusta við íbúa sett í forgang
Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra verður þjónusta við íbúa Mosfellsbæjar sett í forgang með aukn­um fjár­fest­ing­um í sta­f­rænni umbreyt­ingu í stjórn­sýslunni.
Þá verður fjárfest fyrir um 4,9 milljarða brúttó og ber hæst bygging leikskóla í Helgafellshverfi, uppbygging aðalvallar að Varmá og gatnagerð og veituframkvæmdir við athafnasvæði við Blikastaði.
„Við verðum samt að hafa í huga að áætlunin getur breyst á milli umræðna en við erum núna komin með uppfærða verðbólguspá frá Hagstofunni sem við verðum að taka mið af við aðra umræðu sem verður 6. desember,“ segir Regína.

 

HELSTU TÖLUR

  • Heild­ar­tekj­ur eru áætl­að­ar 21.476 m.kr. og þar af eru áætl­að­ar út­svar­s­tekj­ur 11.424 m.kr.
  • Tekj­ur af bygg­inga­rétti áætl­að­ar 600 m.kr.
  • Ný­fram­kvæmd­ir árs­ins 2024 eru áætl­að­ar 4,9 millj­arð­ar kr. brúttó.
  • Af­gang­ur verð­ur af rekstri A- og B hluta, 945 m.kr. þrátt fyr­ir hátt fjár­fest­ing­arstig.
  • Veltu­fé frá rekstri verð­ur já­kvætt um 2.097 m.kr. eða um 10% af heild­ar­tekj­um.
  • Álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­skatts A lækk­ar til að koma til móts við hækk­un fast­eigna­mats svo hækk­un verði ekki um­fram verð­lag.
  • Álagn­ingar­pró­senta fast­eigna­skatts at­vinnu­hús­næð­is lækk­ar.
  • Gert er ráð fyr­ir að álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars verði óbreytt eða 14,74% í sam­ræmi við lög­bundna heim­ild sveit­ar­fé­laga.
  • Hækk­un á gjald­skrám verð­ur til sam­ræm­is við breyt­ing­ar á verð­lagi.
  • Gert er ráð fyr­ir að íbú­ar verði um 13.753 í byrj­un árs 2024 og er ætl­uð íbúa­fjölg­un 2,6%.
  • Út­komu­spá 2023 ger­ir ráð fyr­ir rekstr­araf­gangi í fyrsta skipti síð­an 2019.