Mosfellsbakarí á bæði brauð og köku ársins
Hjá Mosfellsbakaríi starfa bakarar sem hafa tileinkað sér fagleg vinnubrögð og nota einungis góð hráefni í sínar vörur.
Landssamband bakarameistara stendur árlega fyrir keppni um brauð ársins og köku ársins og hlaut Mosfellsbakarí að þessu sinni bæði verðlaunin. Það var Gunnar Jökull bakaranemi hjá Mosfellsbakaríi sem sigraði í keppninni um brauð ársins, en það er kamút súdeigsbrauð og er einstaklega ljúffengt og gott.
Það var svo bakarinn og kondítorneminn hjá Mosfellsbakarí Guðrún Erla Guðjónsdóttir sem vann árlegu keppnina um köku ársins. Sem að þessu sinni var unaðsleg Doré karamellumousse með passion-kremi og mjúkum herslihnetumarengsbotni, kakan er svo hjúpuð með gullglaze og skreytt með handgerðum súkkulaðilaufum. Það var matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir sem tók á móti fyrstu köku ársins 2023.