Þakkir
Að loknum kosningum viljum við færa kjósendum okkar þakkir fyrir stuðninginn.
Vinir Mosfellsbæjar er þriðja stærsta stjórnmálaaflið í bænum, með 13% fylgi og er annað tveggja framboða sem jók við fylgi sitt. Það styrkir okkur og eflir í þeirri trú að okkar málstaður er mikilvægur og að kjósendur hafi trú á honum.
Okkar hlutskipti þetta kjörtímabilið er að vera í minnihluta. Við látum það ekki stoppa okkur í því að vekja athygli á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, ásamt því að veita meirihlutanum aðhald með málefnalegum hætti og vönduðum vinnubrögðum.
Frá og með haustinu verður starfið okkar byggt upp til framtíðar og er það markmið okkar að vera sýnileg og aðgengileg meðal kjósenda.
Vinaspjallið verður á sínum stað, bæði í raunheimum og á streymisveitum. Þar sem við heyrum í Mosfellingum og ræðum um dægurmálin og það sem er í umræðunni hverju sinni.
Við erum mætt til starfa og reiðubúin að starfa í þágu bæjarbúa næstu fjögur árin.
Dagný Kristinsdóttir og Guðmundur Hreinsson skipuðu 1. og 2. sæti á lista Vina Mosfellsbæjar