Mætum á völlinn
Fótboltasumarið er hafið. Í sumar er Afturelding með lið í Bestu deild kvenna og Lengjudeild karla.
Síðasta sumar komst kvennalið Aftureldingar upp í Bestu deildina með því að lenda í öðru sæti á eftir KR í Lengjudeildinni. Stórkostlegur árangur og núna er næsta skref að standa sig vel í Bestu deildinni.
Karlalið Aftureldingar er að hefja sitt fjórða tímabil í röð í Lengjudeildinni eftir að hafa komist upp úr 2. deildinni árið 2018. Liðið hefur gert vel í að halda sæti sínu í deildinni síðustu þrjú ár og núna er kominn tími til að gera enn betur.
Undirritaður var staddur á leik Aftureldingar og Vængja Júpíters í Mjólkurbikar karla föstudagskvöldið 22. apríl og þar var mjög góð mæting. Vonandi heldur það áfram í sumar að við Mosfellingar styðjum við bakið á okkar fólki. Þau þurfa svo sannarlega á því að halda.
Verum dugleg að mæta á völlinn í sumar að styðja okkar fólk.
Áfram Afturelding!
Jón Fannar Árnason
Tómstunda- og félagsmálafræðingur