Helga gefur kost á sér í 2. sæti
Helga Jóhannesdóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksin sem fer fram 5. febrúar. Helga er nefndarmaður í skipulagsnefnd, hún hefur verið varabæjarfulltrúi tvö kjörtímabil, setið í fræðslunefnd og verið varamaður í fjölskyldunefnd. Helga er viðskiptafræðingur að mennt, hún er með meistargráðu í stjórnun og stefnumörkun og með meistargráður í opinberri stjórnsýslu. Helga hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2002.
„Síðustu árin hafa verið settar stefnur í hinum ýmsu málaflokkum bæjarins í samvinnu við bæjarbúa og það er okkar að fylgja stefnumálum eftir og breyta og bæta þegar þess er þörf. Og að sjálfsögðu þarf að forgangsraða fjármagni rétt til framkvæmda og rekstrar bæjarins. Mikilvægt er nú sem fyrr að hlusta á og taka mið af bæjarbúum, ábendingum þeirra og athugasemdum. Það er mjög gott að búa í Mosfellsbæ en við getum ávallt gert betur.“