Fyrsti Mosfellingur ársins
Þann 7. janúar kl. 23:31 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2020. Það var stúlka sem mældist 3.820 gr og 51 cm.
Foreldrar hennar eru þau Þuríður Ósk Sveinsdóttir og Ölvir Styrr Sveinsson. Stúlkan fæddist á Landsspítalanum og var tekin með keisara.
„Hún átti að fæðast 5. janúar en ég ætlaði mér eiginlega að eiga hana 4. janúar sem er afmælisdagur pabba hennar, en það tókst ekki, hún vildi eiga sinn eigin afmælisdag,“ segir Þuríður Ósk.
Stúlkan er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau soninn Daníel Mána sem er 14 mánaða. Fjölskyldan er nýflutt í Mosfellsbæ og líkar vel. „Við fluttum hingað í lok október, markmiðið var að ná að halda upp á eins árs afmæli Daníels Mána 6. nóvember og það tókst,“ segir Ölvir Styrr. Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.