Unnið með stoðkerfisvandamál í vatnsleikfimi og tabata tímum
Núna er komið á þriðja ár sem Mosfellsbær hefur boðið starfsmönnum sínum upp á fjölbreytta íþróttatíma.
Ég er búin að fá að þróast með í þessu verkefni sem kennari og verð að segja að þetta er eitt skemmtilegasta framtak sem ég hef unnið að.
Ég hef séð um tíma í sundi og sal þar sem við vinnum með ólíka þætti en samt líka að vissu leyti. Stoðkerfisvandamál eru einn algengasti kvillinn á vinnustöðum, í Evrópu hafa þau áhrif á milljónir launþega og kosta atvinnurekendur milljarða evra. Það hjálpar til við að bæta líf launþega að taka á stoðkerfisvandamálum en einnig er það skynsamlegt fyrir fyrirtæki.
Vatnsleikfimi er frábær líkamsrækt þar sem unnið er með mótstöðu vatnsins sem veitir mjúkt álag á vöðva og liðamót, við þjálfum einnig upp styrk og þol og notum fá áhöld, það hentar fólki sem er með stoðkerfisvandamál að þjálfa sig í sundi en það það hefur áhrif á bak, háls, axlir, efri og í einhverjum tilvika neðri útlimi.
Í tabata tímunum sem eru kenndir í sal erum við einmitt líka að þjálfa þol og styrk, þar er sveigjanleikinn mikill þegar kemur að æfingum. Tímarnir hafa farið ágætlega af stað síðustu ár en vatnsleikfimin hefur verið vinsælust á meðal starfsmanna Mosfellsbæjar.
Það væri frábært að sjá fleiri ný andlit næstu vikurnar og aldrei að vita nema við förum af stað með mætingaverðlaun á milli vinnustaða.
Starfsmenn í Mosfellsbæ – Hlakka til að sjá ykkur!
Þorbjörg Sólbjartsdóttir
Íþrótta- og grunnskólakennari í Mosfellsbæ