Framúrskarandi fyrirtæki

Villi

Vilhjálmur hjá Fagverk verktökum og Reykjabændur sem fengu alls þrjár viðurkenningar.

fyrirtæki2018Síðastliðin níu ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri.
Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Að þessu sinni hljóta 857 fyrirtæki viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi.

Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
• Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
• Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
• Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
• Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
• Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
• Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
• Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
• Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015.

Hér til hliðar má sjá þau mosfellsku fyrirtæki og framkvæmdastjóra þess sem komust á lista.