Framúrskarandi fyrirtæki
Síðastliðin níu ár hefur Creditinfo greint rekstur íslenskra fyrirtækja árlega og birt lista yfir þau fyrirtæki sem hafa sýnt fram á framúrskarandi og stöðugan árangur í rekstri.
Þessi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera ábyrg í rekstri og skapa þannig sjálfbær verðmæti fyrir hluthafa og fjárfesta. Að þessu sinni hljóta 857 fyrirtæki viðurkenningu eða um 2% af öllum skráðum fyrirtækjum á Íslandi.
Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
• Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
• Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
• Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
• Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
• Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
• Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
• Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
• Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
• Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015.
Hér til hliðar má sjá þau mosfellsku fyrirtæki og framkvæmdastjóra þess sem komust á lista.