33 nemendur brautskráðir frá framhaldsskólanum
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn.
Að þessu sinni voru alls þrjátíu og þrír nemendur brautskráðir, sjö af félags- og hugvísindabraut og tíu af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut brautskráðust fjórtán nemendur. Einnig brautskráðust tveir nemendur af starfsbraut skólans.
Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur:
Arnar Franz Baldvinsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í kvikmyndafræði og Valgeir Bjarni Hafdal fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í umhverfisfræði. Fyrir góðan árangur í sálfræði fékk Björn Bjarnarson viðurkenningu.
Fyrir góðan árangur í dönsku, íslensku, spænsku, og náttúrufræði fékk Kristján Davíð Sigurjónsson viðurkenningar. Viðurkenningar fyrir góðan árangur í dönsku og íslensku fékk Rakel Anna Óskarsdóttir. Mosfellsbær veitti jafnframt Kristjáni Davíð viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.