Lykilmenn framlengja
Mikk Pinnonen og á Ernir Hrafn Arnarson hafa skrifað undir nýjan samning til eins árs við handknattleiksdeild Aftureldingar.
Þessir öflugu leikmenn eru lykilmenn í sterku liði Aftureldingar og er mikill fengur að halda þeim næsta vetur í Mosfellsbænum.
Mikk kom til liðs við Aftureldingu í byrjun árs 2016 og er einn öflugasti sóknarmaðurinn í Olísdeildinni.
Ernir Hrafn sneri til baka úr atvinnumennsku í Þýsklandi síðastliðið sumar og byrjaði að leika með sínu uppeldisfélagi Aftureldingu í janúar síðastliðinn og er hann mjög öflugur leikmaður í vörn og sókn. Það verður gaman að fylgjast með þessum sterku leikmönnum í úrslitakeppninni sem hefst á mánudaginn og jafnframt á næsta tímabili.
Þá hefur Mosfellingurinn Einar Ingi Hrafnsson ákveðið að leika með uppeldisfélaginu sínu á næsta tímabili. Einar Ingi er öflugur línumaður sem leikið hefur í Noregi síðustu fjögur árin.
Úrslitakeppnin hefst á mánudaginn
Lokaumferð Olísdeildarinnar fór fram á þriðjudag og hafnaði Afturelding í 4. sæti.
Liðið mætir Selfoss í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins og fer fyrsti leikur fram að Varmá á mánudag kl. 20. Leikur númer 2 fer fram á Selfossi á miðvikudag kl. 19:30 og ef til oddaleiks kemur þá verður hann leikinn í Mosfellsbæ laugardaginn 15. apríl.
Mosfellingar eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja strákana í baráttunni sem fram undan er.