Undirbúningur hafinn fyrir næsta tímabil
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur hafið undirbúning fyrir næsta keppnistímabil. Í sumar var liðið einungis tveimur stigum frá því að tryggja sæti í Inkasso-deildinni að ári eftir harða toppbaráttu allt tímabilið.
Liðið hefur verið byggt upp að langmestu leyti af heimamönnum, bæði ungum sem og reyndari leikmönnum. Það er því gleðiefni að tveir af reyndari máttarstólpum liðsins hafa skrifað undir áframhaldandi samning við félagið.
Fyrirliðinn Wentzel Steinarr R. Kamban og Magnús Már Einarsson eru staðráðnir í að taka baráttuna áfram með liðinu næsta sumar.
Við sama tilefni gekk nýr markvörður frá samningi við Aftureldingu. Hinn 23 ára gamli Sigurður Hrannar Björnsson kemur til liðsins frá Víkingi en hann var á láni hjá Fram á síðustu leiktíð. Það er mikill fengur fyrir félagið að fá Sigurð en hann mun einnig koma að markmannsþjálfun yngri markvarða félagsins.