90 ára afmæli Klébergsskóla

Sölvi Sveinbjörnsson (nýútskrifaður úr Klébergsskóla), Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri Klébergsskóla, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Brynhildur Hrund Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri Klébergsskóla.

Sölvi Sveinbjörnsson (nýútskrifaður úr Klébergsskóla), Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri Klébergsskóla, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Brynhildur Hrund Jónsdóttir aðstoðarskólastjóri Klébergsskóla.

Afmælishátíð var haldin í Klébergsskóla á Kjalarnesi laugardaginn 19. október en þá voru liðin 90 ár frá því að hann var vígður. Á afmælisdaginn var opið hús í skólanum og mættu fjölmargir gestir í heimsókn.
Nokkur félagasamtök á Kjalarnesi stóðu að byggingu hússins árið 1929 sem var einnig hugsað sem samkomuhús sveitarinnar og var Klébergsskóli í röð fyrstu heimavistarskóla á landinu.
Klébergsskóli er því elsti grunnskólinn í Reykjavík en það sýnir að það var framsýnt fólk í skólamálum á Kjalarnesi og er enn í dag. Á Kjalarnesi er starfræktur leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt íþróttamiðstöð undir einum hatti.
Í tilefni stórafmælisins var afmælisþema í skólanum vikuna fyrir afmælið þar sem nemendur unnu að ýmsum verkefnum tengdum 90 ára afmælinu, fræðsla í bland við skemmtun. Gestir og gangandi gátu skoðað afrakstur þemavinnunnar og upplifað margt skemmtilegt í öllum stofum skólans. Að sjálfsögðu var glæsileg afmælis­terta í boði fyrir alla.