Innleiðing heilsustefnu er framtíðin

Unnur Pálmarsdóttir er ein af reyndustu líkamsræktarþjálfurum landsins. Hún hefur ástríðu fyrir að kenna og hvetja fólk áfram þegar það leitar sér leiða til að bæta heilsu sína. Hún hefur einnig boðið upp á endurnærandi heilsu- og lífsstílsnámskeið á Kanaríeyjum þar sem hún hefur stýrt fjölbreytilegri dagskrá. Unnur segir það mikilvægt hverjum og einum að […]

Fyrsti Mosfellingur ársins

Fyrsti Mosfellingur ársins 2026 er dásamleg stúlka sem fæddist á Akranesi kl. 21.34 þann 1. janúar og mældist 3.726 gr og 51 cm. Foreldrar hennar eru þau Stefanía Katrín Einarsdóttir og Magnús Veigar Ásgrímsson. Þau hafa búið í Mosfellsbæ í eitt ár ásamt hundinum Heklu. „Ég var sett þann 31. desember en fór svo í […]

Mosfellingur ársins 2025

Mosfellingur ársins 2025 er Jökull Júlíusson, söngvari og lagahöfundur mosfellsku hljómsveitinnar KALEO. „Að fá þennan titil Mosfellingur ársins er stærsti heiður sem ég hef fengið á ferlinum, ég er þakklátur fyrir að tilheyra þéttum kjarna Mosfellinga og gaman að sjá hvernig meðbyrinn og samstaðan hefur þróast hérna undanfarin ár. Mér þykir mjög vænt um bæinn […]

Útskrifuð frá framhaldsskólanum

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram 19. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt 35. Alls voru 13 nemendur brautskráðir. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir tveir nemendur og einn af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut – almennu kjörsviði voru brautskráðir fimm nemendur og af íþrótta- og lýðheilsukjörsviði einn nemandi. Fjórir nemendur voru brautskráðir […]

Þetta er staða sem ég óska engum að vera í

Þorsteinn Hallgrímsson kerfisfræðingur var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi. Hann er einn af þúsundum Íslendinga sem glíma við langtímaafleiðingar veikindanna og er í dag óvinnufær. Í einlægu viðtali við Ruth Örnólfsdóttur segir hann frá æskuárunum í Vestmannaeyjum, golfferlinum og veikindunum sem hafa tekið virkilega á, bæði andlega og líkamlega. […]

Sækist ekki eftir oddvitasæti

Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ hefur ákveðið að sækjast ekki eftir 1. sæti á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 2018. „Ég brenn fyrir velferð Mosfellsbæjar og vil halda áfram að láta gott af mér leiða. Ég ætla því að halda áfram í pólitíkinni og taka þátt […]

Hver er Mosfellingur ársins 2025?

Val á Mosfellingi ársins 2025 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 21. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Viljayfirlýsing vegna fyrirhugaðrar ullarsýningar í Álafosskvos

Þann 5. desember var undirrituð viljayfirlýsing milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um opnun nýrrar sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingasölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðahaldi á staðnum. Verslunin lokar í mars Sýningin, sem áformað er að […]