Sækist ekki eftir oddvitasæti

Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ hefur ákveðið að sækjast ekki eftir 1. sæti á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 2018. „Ég brenn fyrir velferð Mosfellsbæjar og vil halda áfram að láta gott af mér leiða. Ég ætla því að halda áfram í pólitíkinni og taka þátt […]

Hver er Mosfellingur ársins 2025?

Val á Mosfellingi ársins 2025 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 21. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Viljayfirlýsing vegna fyrirhugaðrar ullarsýningar í Álafosskvos

Þann 5. desember var undirrituð viljayfirlýsing milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um opnun nýrrar sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingasölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðahaldi á staðnum. Verslunin lokar í mars Sýningin, sem áformað er að […]

Vinkonukvöld skilaði 1,5 milljónum til Bergsins

Vinkonukvöld Soroptimista Mosfellssveitar safnaði 1,5 milljónum króna fyrir Bergið Headspace Þann 16. október hélt Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar árlegt vinkonukvöld í Hlégarði. Kvöldið var vel sótt eða um 120 konur komu saman til að njóta samveru og skemmtunar ásamt því að safna fjármunum til stuðnings Berginu Headspace. Stemningin var einstök frá upphafi og minnti okkur á þann […]

Brynja býður sig fram í 5. sæti

Brynja Hlíf Hjaltadóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins sem fer fram laugardaginn 31. janúar 2026. Brynja er lögmaður og starfar á því sviði. Jafnframt hefur hún tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu sem varamaður í bæjarstjórn, aðalmaður í velferðarnefnd, en þar áður sat hún í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og lýðræðis- […]

Júlíana sækist eftir 3. sæti

Júlíana Guðmundsdóttir, lögmaður hjá Visku – stéttarfélagi, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Mosfellsbæ. Júlíana býr yfir víðtækri reynslu og mikilli þekkingu á sviði samninga- og vinnuréttar ásamt vinnumarkaðsmálum, en hún hefur starfað í stéttarfélagsmálum í áratug. Hún er menntaður lögfræðingur með héraðsdómsréttindi. Á kjörtímabilinu hefur Júlíana tekið þátt í […]

Elín María gefur kost á sér í 5. sæti

Elín María Jónsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 31. janúar. Undanfarin 16 ár hefur Elín sinnt móðurhlutverkinu sem aðalstarfi. Hún hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi í Mosfellsbæ og setið í stjórn Heimilis og skóla – samtaka foreldra. Á þessu kjörtímabili hefur hún verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í […]

Þórarinn Örn gefur kost á sér í 3. sæti

Þórarinn Örn Andrésson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þórarinn er tölvunarfræðingur frá HÍ og með MBA gráðu frá HR. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Vista, hugbúnaðarfélagsins Vista Data Vision og er nú framkvæmdastjóri Oxstone sem er nýtt hugbúnaðarfyrirtæki. „Ég hef búið í Mosfellsbæ svo gott sem alla tíð og […]