Óskað eftir því að Kirkjukór Lágafellssóknar hætti
„Okkur var sagt á síðustu æfingu að við værum rekin,“ segir Valgerður Magnúsdóttir formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. „Ég er búin að vera alveg miður mín yfir þessu og ekki sofið hálfan svefn. Þó svo að mörg okkar séu orðin fullorðin þá getum við sungið, þó vissulega hefði endurnýjun í kórnum getað verið markvissari. Við eigum ekki […]
Vel heppnuð afmælisráðstefna Reykjalundar
Á dögunum fór fram glæsileg ráðstefna um endurhæfingu á vegum Reykjalundar í tilefni af 80 ára afmæli Reykjalundar á þessu ári. Tæplega 250 manns voru skráðir til leiks og hlustuðu á metnaðarfulla dagskrá um stöðu mála í endurhæfingu. Endurhæfing er samvinna Afmælisráðstefnan bar titilinn „Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman“ en starfsfólk Reykjalundar vill […]
Afmæli og nýju eldhúsi fagnað á leikskólanum Reykjakoti
Leikskólinn Reykjakot fagnaði 30 ára afmæli á dögunum og vígði við sama tilefni nýtt eldhús. Leikskólinn hefur stækkað og dafnað í gegnum tíðina og í dag eru um 85 börn þar á aldrinum 1-5 ára. Stjórnendur og starfsfólk Reykjakots hafa átt frumkvæði að og tekið þátt í fjölda þróunar- og frumkvöðlaverkefna í gegnum tíðina, bæði […]
Eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar
Þann 1. febrúar urðu eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar þegar Auður Ósk Ingimundardóttir afhenti nýjum eigendum Önnu Vilborg Sölmundardóttir og Sigrúnu Áslaugu Guðmundsdóttir lyklana. Fótaaðgerðastofan hefur verið starfandi frá árinu 2009 og eru fjórir fótaaðgerðafræðingar sem starfa þar. Stofan er staðsett í Þverholti 3.
Smáskref
Ég er búinn að vera að vinna með litlu skrefin undanfarna mánuði. Fékk spark í rassinn um mitt síðasta ár þegar ég missti á einni nóttu styrk í hægri upphandlegg. Fékk mjög góð ráð frá sjúkraþjálfaranum mínum sem setti mig í daglegar æfingar. Hef síðan notað um þrjátíu mínútur fyrir vinnu á morgnana til að […]
Bæði karla- og kvennalið Aftureldingar í undanúrslitum
Blakdeild Aftureldingar er með bæði karla- og kvennalið í FINAL4 bikarkeppni Blaksambands Íslands sem haldin er í Digranesi í Kópavogi 6.-8. mars. Strákarnir hefja leik í kvöld, fimmtudag og spila kl. 19:30 gegn KA. Stelpurnar spila á morgun, föstudag, kl 17:00 og einnig á móti KA. Það er ljóst að báðir þessir leikir verða ótrúlega […]
Fimm nýir stungupallar í Lágafellslaug
Sundkappinn Kolbeinn Flóki Gunnarsson var drifkrafturinn í því að nýir löglegir keppnisstungupallar eru nú komir í Lágafellslaug. „Pallarnir sem voru í Lágafellslaug voru ekkert sérstaklega góðir svo einn daginn hugsaði ég með mér að panta tíma með bæjarstjóranum og leggja undir hana hvort hægt væri að fá nýja betri palla í laugina,“ segir Kolbeinn Flóki […]
Hef væntingar um að þetta muni skila sér
Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem gengur undir nafninu Gott að eldast. Markmið verkefnisins er m.a. að finna góðar lausnir til að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu og stórbæta aðgang að ráðgjöf og upplýsingum. Guðleif Birna Leifsdóttir félags- og tengiráðgjafi heldur utan […]