Ráðist í endurbætur á Mosfellskirkju

Nú á haustmánuðum hefur verið lagt kapp á vinnu við nauðsynlegar framkvæmdir bæði við Mosfellskirkju og Lágafellskirkju. Mosfellskirkja hefur verið lokuð vegna mygluskemmda frá því í vor. Sóknarnefnd Lágafellssóknar tók þá ákvörðun á fundum sínum í haust að hefja endurbætur á Mosfellskirkju til að koma í veg fyrir frekari skemmdir sem og að opna kirkjuna […]

Hreppaskjöldurinn áfram í Miðdal

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós var haldin fimmtudaginn 10. október að Kiðafelli í Kjós. Að venju var góð mæting og frábær stemning. Eitthvað var verslað með líflömb enda þónokkur með verndandi arfgerð gegn riðu til sölu. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti […]

Að þjálfa er mín hugsjón

Sigrún Másdóttir hefur frá unga aldri haft gaman af íþróttum og þá sérstaklega hópíþróttum. Hún æfði flestar þær íþróttagreinar sem í boði voru en handboltinn hafði á endanum vinninginn. Sigrún var 16 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta handboltaleik með meistaraflokki og 51 árs þegar hún spilaði þann síðasta. Hún hefur einnig starfað sem handboltaþjálfari […]

Endurvekja Sönginn í Mosó í Hlégarði

Karlakórinn Stefnir hóf vetrarstarfið um miðjan september og eru í honum 40 starfandi félagar og nokkur nýliðun hefur verið eftir Covid-faraldurinn. Stjórnandi er Keith Reed sem upprunninn er í hinni stóru Ameríku en hefur starfað á Íslandi um allmörg ár, kvæntur íslenskri konu og á uppkomin börn. Meðal þeirra er sonur sem líka er söngfugl […]

„Ólýsanleg tilfinning“

Afturelding hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjudeildar-umspils um sæti í Bestu deild karla 2025 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Aftureldingar sem karlalið félagsins kemst í efstu deild Íslandsmótsins. Eina mark leiksins kom á 78. mínútu og var það Sigurpáll Melberg Pálsson sem skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti sem var […]

Mín ákvörðun

Ég er nú bara þannig að ég vil vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín,“ sagði frambjóðandi í stjórnmálaflokki um síðustu helgi eftir að uppstillingarnefnd í flokknum hennar hafði raðað frambjóðendum á lista fyrir komandi kosningar. Ég er sammála henni. Við erum gerendur í eigin lífi. Við þurfum ekki að […]

Rótarýklúbburinn styrkir Píeta samtökin

Á síðasta starfsári Rotary International var geðheilsa meginþema. Síðastliðið vor kom Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri og einn af stofnendum Píeta samtakanna, á fund Rótarýklúbbs Mosfellssveitar og hélt afar fróðlegt erindi um starfsemi samtakanna. Píeta samtökin eru frjáls félagasamtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sinna meðferð skjólstæðinga í sjálfsvígshættu og styðja við aðstandendur þeirra […]

Félagsstarfið í Mosfellsbæ fær Brúarland til afnota

Hið sögufræga hús Brú­ar­land hefur form­lega verið af­hent fé­lags­starf­inu í Mos­fells­bæ og félagi aldraðra, FaMos. Há­tíð­leg at­höfn fór fram þann 28. ágúst þar sem Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar flutti ávarp og fór yfir sögu húss­ins. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Jón­as Sig­urðs­son formað­ur FaMos og Elva Björg Páls­dótt­ir for­stöðu­mað­ur fé­lags­starfs­ins klipptu síð­an á borða sem […]