Nýtt samkomulag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma
Samkomulag sem undirritað var þriðjudaginn 1. júlí felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reisa á nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Alls verða því 99 hjúkrunarrými í Mosfellsbæ. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu samkomulagið í sól og blíðu utan við […]
Ávísun á fleiri ævintýri
Styrktarmótið Palla Open var haldið fimmta árið í röð í byrjun júní. Mótið fer stækkandi ár hvert og er orðið stærsta golfmót sinnar tegundar hér á landi. Að þessu sinni voru það 244 kylfingar sem tók þátt og ríkti mikil gleði á Hlíðarvelli þennan dag í blíðskaparveðri. Framlag Golfklúbbs Mosfellsbæjar er til fyrirmyndar en allt […]
Nýr leikskóli í Helgafellshverfi
Mosfellsbær fagnaði opnun nýs og glæsilegs leikskóla í Helgafellshverfi þann 30. júní en hann hefur fengið nafnið Sumarhús. Opnun leikskólans er stór og mikilvægur áfangi í bættri þjónustu við börn og fjölskyldur í sveitarfélaginu. Leikskólinn er sérstaklega hannaður og byggður með þarfir barna og starfsfólks að leiðarljósi. Efla þjónustu við yngstu íbúa bæjarins „Þessi dagur […]
Okkar stelpur á EM
Við Mosfellingar eigum frábæra fulltrúa í landsliði Íslands á lokakeppni EM í fótbolta í Sviss. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, flutti 7 ára í Mosfellsbæ og lék með Aftureldingu upp yngri flokkana og í meistaraflokki áður hún færði sig yfir í Fylki og þaðan í atvinnumennsku erlendis. Cecilía hefur átt frábært tímabil í marki Inter Milan á […]
Pílus fagnar 40 ára afmæli
Þann 1. maí 1985 var Pílus hársnyrtistofa stofnuð í Mosfellsbæ og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Ingibjörg Jónsdóttir tók við stofu sem hét Rakarastofa Mosfellsbæjar og breytti nafninu í Pílus. Ingibjörg rak stofuna til 1. maí 2007 en þá tók núverandi eigandi Ragnhildur Bergþórsdóttir við og rekur stofuna enn. Stofan hefur verið […]
Dóri DNA bakar kryddbrauð fyrir gesti á Blikastöðum
Laugardaginn 14. júní bjóða Blikastaðir gestum í heimsókn. Hægt verður að kynna sér fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu og njóta veitinga og skemmtunar. Mosfellingurinn Dóri DNA hefur að undanförnu verið fenginn sem ráðgjafi í málefnum Gamla bæjarins á Blikastöðum sem hann segir eiga eftir að vaxa sem skæsleg miðstöð þjónustu. Horfa inn í framtíðina „Ég hef […]
Gaman að sjá börnin taka framförum
Ítalinn Fabio La Marca stofnaði Ungbarnasund hjá Fabio vorið 2018. Áhugi hans á ungbarnasundi kviknaði þegar hann fékk að fylgjast með í tímum, þjálfun í vatni, í námi sínu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Í dag kennir Fabio ungbarnasund á Reykjalundi, hann segir dýrmætt að finna fyrir þeirri tengingu sem myndast við börn […]
Hef alla tíð verið tengd náttúrunni
Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur lét draum sinn rætast árið 2011 þegar hún stofnaði Ræktunar- og fræðslusetur að Dalsá í Mosfellsdal. Þar eru kjöraðstæður bæði til ræktunar og námskeiðahalds, í jaðri höfuðborgarsvæðisins, upp í sveit en þó nærri þéttbýlinu. Markmiðið með starfsemi setursins er að aðstoða fólk við að tengjast náttúrunni, efla lífræna ræktun í heimilisgörðum […]