Fimm nýir stungupallar í Lágafellslaug

Sundkappinn Kolbeinn Flóki Gunnarsson var drifkrafturinn í því að nýir löglegir keppnisstungupallar eru nú komir í Lágafellslaug. „Pallarnir sem voru í Lágafellslaug voru ekkert sérstaklega góðir svo einn daginn hugsaði ég með mér að panta tíma með bæjarstjóranum og leggja undir hana hvort hægt væri að fá nýja betri palla í laugina,“ segir Kolbeinn Flóki […]

Þetta er skemmtilegasta starf í heimi

Guðrún Helgadóttir forstöðumaður ungmennastarfs í Mosfellsbæ leggur áherslu á jákvæða liðsheild og virðingu. Í félagsmiðstöðvum Mosfellsbæjar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10-16 ára börn og unglinga. Markmiðið er að stuðla að jákvæðum og þroskandi samskiptum og örva félagsþroska þeirra og lýðræðisvitund. Guðrún Helgadóttir forstöðumaður segir að börn og unglingar í Mosfellsbæ séu til […]

Halla Karen og Jón Geir í nýju ljósi.

Fyrsti áfangi lýsingar á Tungubakkahringnum vígður

Jón Geir Sigurbjörnsson, formaður Hestamannafélagsins Harðar, og Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs klipptu á borða á miðvikudaginn í síðustu viku og vígðu þar með fyrsta áfanga lýsingar á Tungubakkahringnum svonefnda. Mikið öryggismál og lyftistöng fyrir alla „Það er gleðilegt að fyrsti áfangi af lýsingu Flugvallarhringsins eða Tungubakkareiðleiðar er klár,“ segir Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs […]

Ný byggð, nýjar áherslur

Um miðjan janúar var haldinn opinn íbúafundur í Hlégarði um vinnslutillögu vegna deiliskipulags 1. áfanga í Blikastaðahverfi. Þetta er annar opni fundurinn um uppbyggingaráform í Blikastaðalandi en auk þess voru fyrstu gögn deiliskipulagsáforma, skipulagslýsingin, kynnt í lok ársins 2023. Jóhanna Helgadóttir, arkitekt hjá Nordic arkitektum, kynnti tillöguna ásamt drögum að umhverfismati og Berglind Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur […]

Verkfall á Höfðabergi

„Vonandi ná aðilar saman svo verkfalli ljúki sem fyrst,“ segir Tinna Rún Eiríksdóttir leikskólastjóri á Höfðabergi. Verkfall er hafið í 14 leikskólum og 7 grunnskólum víða um land. Kennarar, ríki og sveitarfélög sátu á fundum hjá ríkissáttasemjara alla helgina en hafa ekki náð saman til þessa. Leikskólakennarar á Höfðabergi, einum fjölmennasta leikskólanum í Mosfellsbæ, eru […]

Dagur og Danirnir

Ég hefði viljað sjá Dag vinna HM í handbolta með króatíska landsliðinu. Danmörk er frábært land, ég veit það eftir að hafa búið þar í sex ár. En það er bara ekkert skemmtilegt að sama liðið vinni alltaf. Ekki nema auðvitað fyrir Danina sjálfa. Dagur er mjög áhugaverður þjálfari sem hefur náð merkilegum árangri á […]

Íþróttafólk Mosfellsbæjar heiðrað

Íþróttafólk Mosfellsbæjar 2024 var heiðrað í Hlégarði þann 9. janúar. Frjálsíþrótta­kon­an Erna Sól­ey Gunn­ars­dótt­ir er íþrótta­kona Mos­fells­bæj­ar og júdókapp­inn Skarp­héðinn Hjalta­son er íþrót­ta­karl bæj­ar­ins árið 2024. Við sama til­efni var karlalið Aft­ur­eld­ing­ar í knatt­spyrnu valið af­rekslið Mos­fells­bæj­ar, Magnús Már Ein­ars­son þjálf­ari liðsins val­inn þjálf­ari árs­ins og móðir hans Hanna Sím­on­ar­dótt­ir val­in sjálf­boðaliði árs­ins. Erna Sól­ey […]

Þetta er ótrúlega gaman og gefandi

Þorrablót á uppruna sinn að rekja til 19. aldar, íslensk veisla með þjóðlegum mat, drykkjum og siðum. Mosfellingar láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum en þorrablót Aftureldingar er orðinn fastur liður hjá mörgum bæjarbúum í janúar. Óhætt er að segja að blótið sé einn stærsti viðburður sem fram fer innandyra í Mosfellsbæ ár […]