Endurvekja Sönginn í Mosó í Hlégarði
Karlakórinn Stefnir hóf vetrarstarfið um miðjan september og eru í honum 40 starfandi félagar og nokkur nýliðun hefur verið eftir Covid-faraldurinn. Stjórnandi er Keith Reed sem upprunninn er í hinni stóru Ameríku en hefur starfað á Íslandi um allmörg ár, kvæntur íslenskri konu og á uppkomin börn. Meðal þeirra er sonur sem líka er söngfugl […]
„Ólýsanleg tilfinning“
Afturelding hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjudeildar-umspils um sæti í Bestu deild karla 2025 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Aftureldingar sem karlalið félagsins kemst í efstu deild Íslandsmótsins. Eina mark leiksins kom á 78. mínútu og var það Sigurpáll Melberg Pálsson sem skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti sem var […]
Mín ákvörðun
Ég er nú bara þannig að ég vil vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín,“ sagði frambjóðandi í stjórnmálaflokki um síðustu helgi eftir að uppstillingarnefnd í flokknum hennar hafði raðað frambjóðendum á lista fyrir komandi kosningar. Ég er sammála henni. Við erum gerendur í eigin lífi. Við þurfum ekki að […]
Rótarýklúbburinn styrkir Píeta samtökin
Á síðasta starfsári Rotary International var geðheilsa meginþema. Síðastliðið vor kom Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri og einn af stofnendum Píeta samtakanna, á fund Rótarýklúbbs Mosfellssveitar og hélt afar fróðlegt erindi um starfsemi samtakanna. Píeta samtökin eru frjáls félagasamtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sinna meðferð skjólstæðinga í sjálfsvígshættu og styðja við aðstandendur þeirra […]
Félagsstarfið í Mosfellsbæ fær Brúarland til afnota
Hið sögufræga hús Brúarland hefur formlega verið afhent félagsstarfinu í Mosfellsbæ og félagi aldraðra, FaMos. Hátíðleg athöfn fór fram þann 28. ágúst þar sem Ólafur Ingi Óskarsson formaður velferðarnefndar Mosfellsbæjar flutti ávarp og fór yfir sögu hússins. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Jónas Sigurðsson formaður FaMos og Elva Björg Pálsdóttir forstöðumaður félagsstarfsins klipptu síðan á borða sem […]
Huldumenn á heiðinni
– um textagerð Þóris Kristinssonar á plötunum Huldumenn og Hugarfóstri með Gildrunni. Viðtalið sem hér fer á eftir er unnið upp úr ritgerð sem Hjördís Kvaran Einarsdóttir skrifaði vorið 2007 í áfanganum Dægurlagatextar og alþýðumenning við deild íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Það fjallar fyrst og fremst um texta Þóris Kristinssonar á fyrstu tveimur plötum […]
Sameina krafta sína á Mosótorgi
MosóTorg er gjafa-, hönnunar- og hannyrðaverslun sem opnuð hefur verið að Háholti 14. Þar sameina krafta sína þær Sigurbjörg Kristmundsdóttir sem rekur hannyrðaverslunina Sigurbjörgu og Slikkerí.is, Ólína Kristín Margeirsdóttir sem er með Instaprent ásamt því að reka ljósmyndastofuna Myndó og Ísfold Kristjánsdóttir (Folda) með fyrirtækið Foldabassa.art. „Sagan á bak við þetta samstarf okkar er að […]
Að þjálfa er mín hugsjón
Sigrún Másdóttir hefur frá unga aldri haft gaman af íþróttum og þá sérstaklega hópíþróttum. Hún æfði flestar þær íþróttagreinar sem í boði voru en handboltinn hafði á endanum vinninginn. Sigrún var 16 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta handboltaleik með meistaraflokki og 51 árs þegar hún spilaði þann síðasta. Hún hefur einnig starfað sem handboltaþjálfari […]