Leikskólanum Hlaðhömrum lokað
Miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum barna og starfsfólks á leikskólanum Hlaðhömrum á undanförnum mánuðum. Árið 2024 fannst raki í eldra húsi Hlaðhamra og úr varð að hluta þess húsnæðis var lokað samkvæmt ströngustu kröfum þar um. Í lok síðasta árs kom síðan upp leki í tengibyggingu milli eldri og yngri hluta leikskólans og á […]
Samnýting og samstarf
Ég fór með samstarfsfólki mínu í fræðsluferð til Finnlands í síðustu viku. Það er margt sem við getum lært af Finnunum, ekki síst samnýting á aðstöðu. Hluti hópsins fór í dagsferð til Tampere þar sem við fengum kynningu á hinum glæsilega Tammelan leikvangi sem var vígður á síðasta ári. Framkvæmdastjóri vallarins, Toni Hevonkorpi, tók á […]
Hef væntingar um að þetta muni skila sér
Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem gengur undir nafninu Gott að eldast. Markmið verkefnisins er m.a. að finna góðar lausnir til að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu og stórbæta aðgang að ráðgjöf og upplýsingum. Guðleif Birna Leifsdóttir félags- og tengiráðgjafi heldur utan […]
Óskað eftir því að Kirkjukór Lágafellssóknar hætti
„Okkur var sagt á síðustu æfingu að við værum rekin,“ segir Valgerður Magnúsdóttir formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. „Ég er búin að vera alveg miður mín yfir þessu og ekki sofið hálfan svefn. Þó svo að mörg okkar séu orðin fullorðin þá getum við sungið, þó vissulega hefði endurnýjun í kórnum getað verið markvissari. Við eigum ekki […]
Vel heppnuð afmælisráðstefna Reykjalundar
Á dögunum fór fram glæsileg ráðstefna um endurhæfingu á vegum Reykjalundar í tilefni af 80 ára afmæli Reykjalundar á þessu ári. Tæplega 250 manns voru skráðir til leiks og hlustuðu á metnaðarfulla dagskrá um stöðu mála í endurhæfingu. Endurhæfing er samvinna Afmælisráðstefnan bar titilinn „Endurhæfing er samvinna – Sköpum framtíðina saman“ en starfsfólk Reykjalundar vill […]
Afmæli og nýju eldhúsi fagnað á leikskólanum Reykjakoti
Leikskólinn Reykjakot fagnaði 30 ára afmæli á dögunum og vígði við sama tilefni nýtt eldhús. Leikskólinn hefur stækkað og dafnað í gegnum tíðina og í dag eru um 85 börn þar á aldrinum 1-5 ára. Stjórnendur og starfsfólk Reykjakots hafa átt frumkvæði að og tekið þátt í fjölda þróunar- og frumkvöðlaverkefna í gegnum tíðina, bæði […]
Eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar
Þann 1. febrúar urðu eigendaskipti á Fótaaðgerðarstofu Mosfellsbæjar þegar Auður Ósk Ingimundardóttir afhenti nýjum eigendum Önnu Vilborg Sölmundardóttir og Sigrúnu Áslaugu Guðmundsdóttir lyklana. Fótaaðgerðastofan hefur verið starfandi frá árinu 2009 og eru fjórir fótaaðgerðafræðingar sem starfa þar. Stofan er staðsett í Þverholti 3.
Samþætt heimaþjónusta við eldra fólk og stórefling dagdvalarþjónustu
Samningar voru undirritaðir í vikunni um samþætta heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar, aukna dagdvalarþjónustu með fleiri rýmum og stofnun heima-endurhæfingarteymis fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samningunum verður rekstur allrar heimaþjónustu á hendi Eirar sem rekur hjúkrunarheimili og dagdvöl í bæjarfélaginu. Dagdvölin stækkar til muna og verður þar rými fyrir 25 einstaklinga í stað níu áður. […]