UMFUS styrkir Reykjadal
UMFUS (Ungmennafélagið Ungir sveinar) stóð fyrir glæsilegu kótilettukvöldi þann 28. febrúar. Um var að ræða góðgerðarkvöld þar sem allur ágóði rann í gott málefni. Staðið var fyrir happdrætti, uppboði, skemmtiatriðum og almennri gleði um kvöldið. Ágóði kvöldsins varð alls 1.431.500 kr. og var upphæðin afhent Reykjadal í Mosfellsdal á dögunum. Glæsilegur styrkur frá flottum félagsskap […]
Besta deildin hefst í kvöld
Laugardaginn 5. apríl mun karlalið Aftureldingar spila sinn fyrsta leik í sögunni í Bestu deildinni en liðið heimsækir þá Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvöll klukkan 19.15. Mikil spenna er fyrir fótboltasumrinu í Mosfellsbæ enda er um sögulegt tímabil að ræða hjá Aftureldingu. „Strákarnir hafa æft gríðarlega vel í vetur og þjálfarateymið, sjálfboðaliðar í kringum liðið og […]
Nýi leikskólinn fær nafnið Sumarhús
Í haust tekur til starfa nýr leikskóli í Vefarastræti í Helgafellslandi og hefur hann nú hlotið nafnið Sumarhús. Nafn skólans var valið á fundi fræðslunefndar eftir hugmyndaöflun frá bæjarbúum. Sumarhús var ein af þeim hugmyndum sem oftast komu fyrir í hugmyndaleitinni og hefur sérstaka skírskotun til bókmennta Halldórs Laxness, eins virtasta rithöfundar þjóðarinnar og Nóbelsverðlaunahafa […]
Samþætt heimaþjónusta við eldra fólk og stórefling dagdvalarþjónustu
Samningar voru undirritaðir í vikunni um samþætta heimaþjónustu við íbúa Mosfellsbæjar, aukna dagdvalarþjónustu með fleiri rýmum og stofnun heima-endurhæfingarteymis fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samningunum verður rekstur allrar heimaþjónustu á hendi Eirar sem rekur hjúkrunarheimili og dagdvöl í bæjarfélaginu. Dagdvölin stækkar til muna og verður þar rými fyrir 25 einstaklinga í stað níu áður. […]
Leikskólanum Hlaðhömrum lokað
Miklar breytingar hafa orðið á aðstæðum barna og starfsfólks á leikskólanum Hlaðhömrum á undanförnum mánuðum. Árið 2024 fannst raki í eldra húsi Hlaðhamra og úr varð að hluta þess húsnæðis var lokað samkvæmt ströngustu kröfum þar um. Í lok síðasta árs kom síðan upp leki í tengibyggingu milli eldri og yngri hluta leikskólans og á […]
Samnýting og samstarf
Ég fór með samstarfsfólki mínu í fræðsluferð til Finnlands í síðustu viku. Það er margt sem við getum lært af Finnunum, ekki síst samnýting á aðstöðu. Hluti hópsins fór í dagsferð til Tampere þar sem við fengum kynningu á hinum glæsilega Tammelan leikvangi sem var vígður á síðasta ári. Framkvæmdastjóri vallarins, Toni Hevonkorpi, tók á […]
Hef væntingar um að þetta muni skila sér
Þann 10. maí 2023 samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023-2027, sem gengur undir nafninu Gott að eldast. Markmið verkefnisins er m.a. að finna góðar lausnir til að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu og stórbæta aðgang að ráðgjöf og upplýsingum. Guðleif Birna Leifsdóttir félags- og tengiráðgjafi heldur utan […]
Vinn að endurheimt líkamans
Halldóra Huld Ingvarsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Verkjalausnum, er mikil ævintýramanneskja. Hún hefur verið í hestamennsku frá unga aldri en eftir því sem hún varð eldri fór hún einnig að hafa áhuga á fjallgöngum, jöklagöngum, utanvegahlaupum og stangveiði. Draumur Halldóru er að heimsækja allar heimsálfurnar og upplifa mismunandi menningarheima en þau ævintýri þurfa að þola smá bið […]