Gefur kost á sér í 4.-6. sæti

solveigfrankl

Sólveig Franklínsdóttir gefur kost á sér í 4.- 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 10. febrúar. Sólveig er markþjálfi frá Evolvia og starfar einnig sem klinka á tannlæknastofunni Fallegt bros. Hún er í fulltrúaráði Sjálfstæðis­flokks Mos­fells­bæjar og situr í þróunar- og ferðamálanefnd bæjarins og áður sem áheyrnar­fulltrúi í fræðslunefnd. Hún var áður formaður foreldrafélags Varmárskóla og hefur verið virk í sjálfboðaliðastarfi innan skóla- og skátasamfélags bæjarins. Sólveig gegnir einnig trúnaðarstörfum fyrir Skylmingafélag Reykjavíkur og situr í stjórn þess félags. Hún hefur brennandi áhuga á að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu bæjarins. Sólveig er ekkja og hefur búið í Mosfellsbæ í 15 ár. Sambýlismaður hennar er Örn Gunnarsson greiningar­sérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands og sonur hennar er Franklín Ernir 15 ára.