Rúnar Bragi gefur kost á sér í 4. sæti

runar4

Rúnar Bragi Guðlaugsson varabæjarfulltrúi gefur kost á sér á lista Sjálfstæðismanna í prófkjörinu 10. febrúar nk. „Ég hef ákveðið að sækjast eftir fjórða sæti listans, og óska ég eftir þínum stuðningi í prófkjörinu,“ segir í tilkynningu frá Rúnari Braga. „Ég er varabæjarfulltrúi, formaður íþrótta- og tómstundanefndar og einnig formaður þróunar- og ferðamálanefndar, ásamt því að gegna varaformennsku í heilbrigðisnefnd Kjósasvæðis. Ég hef tekið þátt í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá því við fjölskyldan fluttum í Mosfellsbæ árið 2006, hef verið í stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Mosfellsbæ og er í dag í stjórn fulltrúaráðsins í Mosfellsbæ.“
Rúnar er giftur Bylgju Báru Bragadóttur og eiga þau tvö börn, Braga Þór 23 ára og Birtu Rut 16 ára. Rúnar starfar sem framkæmdastjóri hjá Einari Ágústssyni & Co.