„Alveg dásamlegar móttökur“

mennirnir á bak við barion: villi, Simmi og óli valur

Mennirnir á bak við Barion: Villi, Simmi og Óli Valur.

„Við áttum ekki von á því að fólk tæki þessu svona vel. Þetta eru alveg dásamlegar móttökur,“ segir Simmi Vill eftir að Barion opnaði um síðustu helgi. „Það kemur á óvart það þakklæti sem maður finnur hjá fólki.
Það eru ýmis smáatriði sem við höfum þurft að fínpússa frá opnun en annars hefur allt gengið mjög vel. Við sendum starfsfólkið okkar t.d. of snemma heim á laugardagskvöldið þannig að við Villi tókum bara uppvaskið sem var hressandi.
Við ætlum að byrja á því að vera með opið til kl. 01:00 um helgar og 23:00 aðra daga. Svo viljum við endilega koma af stað dagskrá með uppákomum og þá er aldrei að vita nema við höfum sveigjanlegri opnunartíma þegar mikið liggur við.
Okkur finnst þessir fermetrar þurfa að geta verið mjög fjölbreyttir og síbreytilegir. Að við getum verið sportbar án þess að vera sportbar, skemmtistaður án þess að vera skemmtistaður og veitingastaður án þessa að vera veitingastaður. Barion þarf að geta verið allt í senn.“