Undirbúa stækkun World Class

Tölvugerð mynd af stækkuninni í átt að Baugshlíð.

Tölvugerð mynd af stækkuninni í átt að Baugshlíð.

Hafnar eru framkvæmdir á lóðinni við Lágafellslaug vegna fyrirhugaðrar stækkunar World Class.
Um er að ræða 924 fermetra hús á tveimur hæðum þar sem verða æfingasalir og búningsherbergi.
Nú stendur yfir færsla á fjarskipta-, vatns- og frárennslislögnum sem er undanfari þess að hægt verði að grafa fyrir viðbyggingunni.

wcmos2