Tólf í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Tólf gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 10. febrúar. Kosið verður í félagsheimili flokksins í Kjarna, Þverholti 2 kl. 10-19. Fimmtudaginn 8. febrúar verður haldinn kynningarfundur með frambjóðendunum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 20. Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og í framhaldi gefst fundarmönnum kostur á að ræða við frambjóðendur.
Eftirtaldir gefa kost á sér:
Arna Hagalínsdóttir, atvinnurekandi og fjármálastjóri
Ásgeir Sveinsson framkvæmdastjóri
Davíð Ólafsson söngvari
Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi og verkfræðingur
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Helga Jóhannesdóttir fjármálastjóri
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi
Kristín Ýr Pálmarsdóttir, aðalbókari og hársnyrtimeistari
Mikael Rafn L. Steingrímsson háskólanemi
Rúnar Bragi Guðlaugsson framkvæmdastjóri
Sólveig Franklínsdóttir, markþjálfi og klínka
Sturla Sær Erlendsson, verslunarstjóri og varabæjarfulltrúi
Hér má sjá kynningu á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins
(Prófkjörsauglýsing úr Mosfellingi)