Tólf í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

frambjodendurXD

Tólf gefa kost á sér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Mos­fells­bæ sem fram fer 10. fe­brú­ar. Kosið verður í félagsheimili flokksins í Kjarna, Þverholti 2 kl. 10-19. Fimmtudaginn 8. febrúar verður haldinn kynningarfundur með frambjóðendunum í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ kl. 20. Hver frambjóðandi heldur stutta framsögu og í framhaldi gefst fundarmönnum kostur á að ræða við frambjóðendur.

Eftirtaldir gefa kost á sér:

Arna Hagalíns­dótt­ir, at­vinnu­rek­andi og fjár­mála­stjóri
Ásgeir Sveins­son fram­kvæmda­stjóri
Davíð Ólafs­son söngv­ari
Haf­steinn Páls­son, bæj­ar­full­trúi og verk­fræðing­ur
Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri
Helga Jó­hann­es­dótt­ir fjár­mála­stjóri
Kol­brún G. Þor­steins­dótt­ir bæj­ar­full­trúi
Krist­ín Ýr Pálm­ars­dótt­ir, aðal­bók­ari og hársnyrti­meist­ari
Mika­el Rafn L. Stein­gríms­son há­skóla­nemi
Rún­ar Bragi Guðlaugs­son fram­kvæmda­stjóri
Sól­veig Frank­líns­dótt­ir, markþjálfi og klínka
Sturla Sær Er­lends­son, versl­un­ar­stjóri og vara­bæj­ar­full­trúi

Hér má sjá kynningu á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins
(Prófkjörsauglýsing úr Mosfellingi)