Sjálfboðaliðar bjóða upp á námsaðstoð

redcrossHafið er nýtt verkefni hjá Mosfellsbæjardeild Rauða krossins þar sem boðið er upp á námsaðstoð fyrir börn í 3.-6. bekk. Sjálfboðaliðar munu aðstoða börnin við heimanám og skólaverkefni. Andrúmsloftið verður létt og afslappað þar sem hver og einn fer á eigin hraða. „Ég hef áður tekið þátt í svona verkefni í Grafar­vogi sem gekk mjög vel,“ segir Signý Björg Laxdal sjálfboðaliði. „Mig langar að skapa svipað umhverfi hér í mínum heimabæ og um leiða vekja athygli á starfi Rauða krossins í Mosfellsbæ. Ég er búin að fá nokkra samnemendur mína í HÍ til að mæta vikulega. Við tökum vel á móti krökkum og foreldrum í Þverholti 7 á mánudögum kl. 15-17. Tilvalið fyrir börn með námsörðugleika eða hafa íslensku sem annað tungumál. Nú eða bara þá sem vilja klára lærdóminn snemma í vikunni,“ segir Signý.