Samgöngusáttmáli
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 25. september sl. var samþykkt uppfærsla á Samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem fyrst var samþykktur árið 2019.
Má til dæmis nefna mislæg gatnamót við Bústaðarveg, legu, skipulag og hönnun Sundabrautar. Í kostnaðaráætlun virðist vanta áætlaðan kostnað m.a fyrir vagnakaup og uppkaup lands vegna fyrirhugaðrar legu Borgarlínu.
Í sáttmálanum kemur fram að flýti- og umferðargjöld verði tekin upp árið 2030 og gert er ráð fyrir að þessi gjaldtaka hafi áhrif á ferðavenjur íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ef markmiðið er að auka notkun almenningssamgangna meðal íbúa er nauðsynlegt að hefja sem fyrst vinnu við að bæta gæði þjónustunnar og ímynd almenningssamgangna í samfélaginu, sem og að hafa áhrif á ferðavenjur fólks.
Við munum áfram styðja við framgang sáttmálans en um leið horfa gagnrýnum augum á þær tillögur til breytinga sem eiga eftir að koma fram á áætluðum framkvæmdatíma með hagsmuni Mosfellinga að leiðarljósi.