Reiðubúin að láta gott af okkur leiða í samfélaginu
Framboðslisti Vinstri-grænna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur einróma á félagsfundi í Hlégarði síðastliðið þriðjudagskvöld. Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar skipar fyrsta sæti listans.
Framboðslisti vinstri-grænna 2018
1. Bjarki Bjarnason
2. Bryndís Brynjarsdóttir
3. Valgarð Már Jakobsson
4. Katrín Sif Oddgeirsdóttir
5. Bjartur Steingrímsson
6. Rakel G. Brandt
7. Björk Ingadóttir
8. Una Hildardóttir
9. Guðmundur Guðbjarnarson
10. Marta Hauksdóttir
11. Gunnar Kristjánsson
12. Jóhanna B. Magnúsdóttir
13. Karl Tómasson
14. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir
15. Gísli Snorrason
16. Örvar Þór Guðmundsson
17. Elísabet Kristjánsdóttir
18. Ólafur Gunnarsson
Þakklátur fyrir traustið
Bjarki Bjarnason rithöfundur og forseti bæjarstjórnar leiðir lista VG í Mosfellsbæ. „Ég met mikils það traust sem mér er sýnt með því að leiða lista VG í væntanlegum kosningum,“ segir Bjarki. „Listinn er skipaður fólki með ólíka lífsreynslu að baki en öll höfum við sömu grunngildin að leiðarljósi og setjum jafnréttismál, umhverfismál og félagslegt réttlæti á oddinn. Við erum sannarlega reiðubúin að láta gott af okkur leiða í samfélaginu hér í Mosfellsbæ og göngum glaðbeitt til móts við vorið.“
Og hvernig verður kosningavorið?
„Það verður spennandi, gott og grænt,“ segir Bjarki að lokum.
Hef brennandi áhuga á bæjarmálunum
Katrín Sif Oddgeirsdóttir skipar fjórða sæti listans. Hún ólst upp í Mosfellsbæ og starfaði mikið með ungliðadeild VG á sínum tíma.
Katrín er þriggja barna móðir og starfar sem deildarstjóri í Leirvogstunguskóla. ,,Ég hef brennandi áhuga á samfélaginu og innviðum þess,“ segir Katrín, ,og hef fylgst lengi með bæjarmálunum hér, sérstaklega velferðarmálunum.
Ég er mjög spennt fyrir því að vera á lista VG og tel að reynsla mín úr námi og starfi nýtist vel á pólitískum vettvangi, því ég vil taka þátt í að auka lífsgæði bæjarbúa og efla þann góða kraft sem er hér í Mosfellsbæ.“