Orka opnar útibú í Mosfellsbæ

Palli, Gulli, Palli og Gulli.

Orka ehf. er eitt af elstu og traustustu fyrirtækjum landsins, með fjölbreytta starfsemi allt frá árinu 1944. Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið starfað í þeirri mynd sem þekkist í dag, sem sérfræðingur í bílrúðum og málningarvörum.
Í dag starfa 30 manns hjá fyrirtækinu og núverandi eigendur Orku ehf. eru Jóhann G. Hermannsson, Jón A. Hauksson og Mosfellingarnir Páll H. Guðmundsson, Guðlaugur Pálsson og Páll H. Guðlaugsson.

Nýtt útibú í Bugðufljóti
Höfuðstöðvar Orku ehf. eru að Stórhöfða 37 í Reykjavík. Nýverið var opnað rúmlega 2.000 fm útibú í Bugðufljóti í Mosfellsbæ, þar sem rekið er bílrúðuverkstæði fyrir allar gerðir bifreiða ásamt vöruhúsi fyrirtækisins. Á Stórhöfða er áfram rekin verslun og bílrúðuverkstæði. Orka ehf. hefur hlotið viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki ár hvert frá árinu 2011.
Rekstur fyrirtækisins er þríþættur; þjónusta við tryggingafélög í tengslum við bílrúður, öflug heildverslun sem þjónustar sprautuverkstæði um land allt og smásala í verslun fyrirtækisins að Stórhöfða.

Fjórir ættliðir undir sama þaki
Á síðasta sumri átti sér stað ánægjulegur viðburður þegar fjórir ættliðir störfuðu samtímis hjá fyrirtækinu: Páll H. Guðmundsson eldri, Páll H. Guðlaugsson yngri, Guðlaugur Pálsson og Guðlaugur Benjamín Kristinsson. Þannig störfuðu saman tveir Pallar og tveir Gullar – skemmtileg staðreynd sem endurspeglar fjölskyldutengsl og samhug innan fyrirtækisins.

Samfélagsleg ábyrgð
Orka ehf. leggur ríka áherslu á samfélagslega ábyrgð og er stoltur styrktaraðili íþróttafélagsins Aftureldingar. Fyrirtækið hyggst áfram styðja við íþróttastarf í Mosfellsbæ og leggja sitt af mörkum til samfélagsins.