Óperukór Mosfellsbæjar stofnaður

óperukór

Óperukór Mosfellsbæjar var formlega stofnaður þann 24. október af stjórnandanum Julian Hewlett. Kórinn er samsettur af tveim kórum sama stjórnanda, karlakórnum Mosfellsbræðrum og sönghópnum Boudoir, auk fleira fólks
Á döfinni framundan eru fyrstu formlegur tónleikar óperukórsins sem eru afar glæsilegir og hátíðlegir jólatónleikar undir yfirskriftinni „Jól í bænum” sem haldnir verða í Aðventkirkjunni í Reykjavík þann 29. nóvember kl.16.
Fluttir verða m.a. 2 kaflar úr Messíasi eftir Handel, tveir kafla úr kantötunni „Sjá himins opnast hlið” eftir Julian Hewlett, Jólanótt eftir Berlioz, Torches e. J.Joubert, Vögguljóð á jólum, Slá þú hjartans hörpustrengi og annað vel kunnugt jólaefni. Antonia Hevesi sér um meðleik með kórnum.
Hægt er að nálgast frekari upplýsinga um kórinn á fésbókarsíðu kórsins og getur kórinn bætt við sig röddum eftir áramót.