Ný stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Sveingerður, Sveinbjörn, Sigurður, Óskar, Anna Aurora og Hreinn Heiðar.

Sveingerður, Sveinbjörn, Sigurður, Óskar, Anna Aurora og Hreinn Heiðar.

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar hélt auka aðalfund mánudagskvöldið 20. nóvember. Kosin var ný stjórn félagsins og Óskar Guðmundsson nýr formaður.
Í stjórn voru kosin auk Óskars: Sveinbjörn Þór Ottesen, Sigurður Kristjánsson, Anna Aurora Waage Óskarsdóttir og Hreinn Heiðar Oddson. Varamenn í stjórn eru Sveingerður Hjartardóttir og Gunnar Birgisson.
„Ný stjórn kemur til með að hittast á allra næstu dögum til að skipta með sér verkum og klæðast við það tækifæri í kosningaham enda skammt til vors og stórra verka,“ segir Óskar.