Mosfellsbær eignast neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts
Fjárhagslega endurskipulagning Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM) er nú í höfn.
Bæjarráð Mosfellsbæjar fól bæjarstjóra og lögmanni Mosfellsbæjar að leiða viðræður við Landsbankann og aðra kröfuhafa og hafa nú náðst samningar sem tryggja hagsmuni þeirra sem iðka golfíþróttina í Mosfellsbæ.
Í stuttu máli er niðurstaðan sú að Landbankinn endurskipar lánasamsetningu GM, m.a. með því að setja stóran hluta krafna sinna á afborgana- og vaxtalaust biðlán til allt að 9 ára, aðrir kröfuhafar gefa eftir hluta af sínum kröfum og Mosfellsbær kaupir neðri hæð íþróttamiðstöðvarinnar Kletts.
Þessi niðurstaða leiðir fram lækkaða skuldastöðu GM, lækkar greiðslubyrði lána og lagar lausafjárstöðu klúbbsins að starfseminni. Með kaupum Mosfellsbæjar á neðri hæðina fyrir 115 m.kr. eignast bærinn hið eiginlega íþróttamannvirki og tryggir að unnt verði að stunda golfíþróttina á vellinum og í golfhermum óháð eignarhaldi á efri hæð hússins. Þá getur Mosfellsbær veitt öðrum aðilum aðgang að húsnæðinu ef þörf krefur.
Næstu skref felast í því að ljúka framkvæmdum á neðri hæðinni og verða afnot GM að húsnæðinu sambærileg og þegar önnur íþróttamannvirki Mosfellsbæjar eru nýtt af íþróttafélögum í bænum.